Hey, maður byrjaði bara eins og allir aðrir krakkar. Þegar það var vindur úti þá fór maður að leika sér að því að fjúka með úlpunni eða bara nota poka og spotta . Þetta var á skemmtilega tímanum, maður var lítill og einfaldur. Svo varð þetta svo leiðinlegt með aldrinum og maður þroskaðist. Við sáum svona kraftdreka í einhverju blaðinu. Og leituðum að þessu hérna heima. Við fundum þetta á endanum á www.vindsport.is . Enn vorum við litlir og komumst að því að þetta kostaði okkur alltof maraga þusundkalla. Svo við létum hugmyndaflugið ráða og hjóluðum niður í Europrise og fjárfestum í 10*6 metra yfir breiðslu. Klæddum okkur í klifurbeltin og bundum spotta á öll horn dúksins. Og biðum. Strax og við heyrðum óveður í fréttunum var hlaupið út og dúkurinn opnaður. Margt var reynt, festa eina hliðina, nota akkeri og svo að slæta saman á blautu grasi.. en eftir allar ferðir kom maður marinn og tár, svitai og blóð fór í þessar tilraunir hjá okkur. Einnig komust við að því að í svona sporti þarf maður að fjárfesta í hjálmi nauðsinlegt . Svo slasaði maður sig og þá var ákvörðun tekin um að leggja dúkin á hilluna og fara alla leið þá vorum við ekki leingur einfaldir. Fjárfesta í ekta búnaði. Í dag er við á 2 Frency 7,5 fermetra kraftdrekum frá Ozone og höfum nú nýtt okkur öll tækifæri til að fara á þá. Og höfum samt bara prufað lítið að þeim möguleikum sem drekanir bjóða upp á . bara verið á tvemur jafnfjótum og svo skíðum….

Ps. Afsaka allar stafsetnigar villur
p.s.s mæli með því að kíkja á www.vindsport.is eða http://www.flyozone.com/
Allt sem