Halló

Ég ætla stuttlega að segja frá því sem verður að gerst í sumar í fjallabruninu hérna á klakanum.

Eftir síðasta sumar hefur verið mikli vakning í fjallabruninu og á sumarið eftir að verða mjög skemmtilegt og maður er farinn að hlakka til. Hjólreiðafélg Reykjavíkur gerði samning við GÁP um að kosta mótaröð í sumar.

Það er búið að skipuleggja 3 bikarmót og eru þessi mót í nafni GÁP. Þau verða í Bláfjöll 19. júní kl. 13:00, annað mótið verður á Úlfarsfell 10. júlí kl. 13:00 og þriðja mótið verður í Bláfjöll 21. ágúst kl. 13:00.

Hérna eru nokkrar reglur sem gilda á keppnunum í sumar:

1. Flokkar. Keppt er í oppnum flokki. Keppendur skulu hafa náð 16 ára aldri. Yngri keppendur þurfa leyfi foreldra eða forráðamanna og er gerð krafa að þeir séu viðstaddir keppni auk þess sem þeir veita skriflegt leyfi.

2. Keppnisbrautin skal vera styðst 1000 metrar og lengst 3500 metrar. Leitast skal við að hafa brautina alla niður í móti, einungis stuttar brekkur upp í móti, sem krefjast þess ekki að keppandinn þurfi að hjóla (snúa sveifunum), eru leyfilegar. Brautin á að vera sambland af einstigi, slóðum og grýttum köflum auk þess að vera sambland af hröðum og tæknilegum köflum. Áherslan er á tæknilega hæfileika hjólreiðamannsins en ekki þol. Rásmark skal vera 2 metra breitt og endamark 6 metra breitt (keppnisstjóri hefur leyfi til að minnka breidd endamarks í 4 metra við ef ekki næst 6 metra breidd). Hemlunarsvæði eftir endamarkið skal vera 25 metrar og afgirt.

3. Keppnisform. Farnar eru 2 ferðir og gildir hraðari ferðin til sigurs. Ekki er leyfilegt að láta samanlagðan tíma úr ferðunum gilda.

4. Brautarmerkingar. Brautin skal vera merkt skýrt og greinilega með skærlitum borðum. Hættulegir kaflar skulu sérstaklega merktir með skiltum. Verja skal hindranir, svo sem tré, veggi eða annað sem hætta er á að keppandinn hjóli á, með heyböggum, dýnum eða öðru mjúku efni til varnar keppendum. Merkja skal steina, trjádrumba eða aðrar hindranir inni á brautinni með skærlitaðri málningu.

5. Öryggisbúnaður. Keppendur skulu allir klæðast eftirfarandi öryggisbúnaði:
a. Lokuðum hjálmi (með hlífðargleraugum)
b. Bak, olnboga og axlahlýfum með hörðu yfirborði (brynju).
c. Mjaðmahlýfum
d. Legghlýfum
e. Síðum buxum
f. Síðerma treyju
g. Heilum hönskum

6. Reiðhjólið. Öryggisbúnaður reiðhjólsins skal vera í fullkomnu ásigkomulagi. Mælst er til þess að keppendur séu á fulldempuðum hjólum með diskabremsum (8 tommu)

7. Brautarverðir. Brautarverðir skulu staðsettir á þeim kafla brautarinnar sem hvorki eru sýnilegir starfsmönnum við rásmark eða endamark. Brautarverðir flagga þegar keppandi stöðvast í brautinni öðrum keppendum til viðvörunnar. Brautarverðir sjá til þess að keppandi sem stöðvast í brautinni komi sér út fyrir brautina eins fljótt og auðið er.

8. Öryggismál. Keppnisstjóri skal sjá til þess að hjálparsveit sé á keppnisstað á meðan keppni stendur yfir.

9. Æfingaskylda. Keppendur verða að fara 2 æfingaferðir í keppnisbrautinni og skulu keppendur framvísa sönnun þess við skoðun öryggisbúnaðar fyrir keppni (svo sem merki á hjóli eða stimpli á handarbak keppanda). Brautin á að vera opin til æfinga 3 timum fyrir keppni, auk þess sem reynt verður að hafa brautina opna á æfingu vikuna fyrir keppni. Æfingar eru ekki leyfðar á meðan keppnin stendur yfir.

10. Flutningur. Keppnishaldari skal útvega flutning fyrir keppendur og hjól þeirra að rásmarki. Keppendur eiga að vera komnir að rásmarki 15 mínútum fyrir upphaf keppni.

11. Skráning. Skráning keppenda lýkur 1 tíma fyrir keppni.

12. Skoðun öryggisbúnaðar. Skoðun öryggisbúnaðar fer fram klukkustund fyrir keppni. Keppendur sem ekki uppfylla allar öryggiskröfur er vísað frá keppni.

13. Keppendur eru á eigin ábyrgð í keppnum Hjólreiðanefndar ÍSÍ.

14. Keppnisstjóri ber ábyrð á að reglum þessum sé framfylgt.

Þær reglur sem ekki er fjallað um hérna gilda reglur frá UCI (Alþjóða Hjólreiðasambandsins ).

Vonandi á þetta eftir að vera skemmtilegt sumar í fjallabruninu og vona ég að það eigi eftir að vera góð mæting á þessi mót.

Það væri gott ef einhver gæti frætt mig á því hvort það verði aftur keppt í fjallabruni á landsmóti í sumar því ég veit það ekki.

Þetta er mín fyrsta grein svo ég nenni ekki að fá einhver svör um að þetta sé léleg grein eða eitthvað svoleiðs.

Takk fyrir mig