Þetta ætla ég að gera þegar ég verð stór Það sem ég ætla að gera þegar ég verð stór:
Zorb: Þetta verð ég nú bara að prófa þetta hlytur að vera skemmtilegasta íþrótt í heimmi hverjum langar ekki að rúlla niður Ártúnsbrekkuna á ofurhraða. Og maður þarf ekkert að óttast um öryggi því plastboltinn verndar mann örugglega. Vona bara að það sé ekkert aldurstakmark á þessu því ef það er ekki ætla ég að fara strax í sumar.

Fallhlífarstökk: Það sem ég ætla að gera um leið og ég verð átján ára verður náttúrulega fallhlífarstökk þetta hefur mér langað að gera síðan ég var sex ára. Það hlytur að vera alveg geðveikt útsýni þarna nokkrum kílómetrum yfir jörðinni. Kannski prófa ég basestökk einhverntíman það ætti að vera enþá skemmtilegra.

Klettaklifur: Sennilega algjör snilld og gott adrenalínkick. Hef aldrei prófað þetta en ætla að gera það við næsta tækifæri.

Köfun: Þetta ætti að vera mjög skemmtilegt. Öllum langar að prófa að vera undir vatni og sjá allt það sem fiskarnir sjá. Enn ég veit ekki hvort þetta sé neitt mikið kick það eru sennilega til meira spennandi jaðaríþróttir en þetta.

skíði: Eitt það sem mig langar mest til að gera er ða skíða niður einhverjar geðveikar brekkur. Það er nóg af fjöllum og jöklum á Íslandi og einhversstaður hlytur að vera hægt að skíða niður eitthvað almennilegar brekkur. Kannski fer ég bara í Alpana hef heyrt að það sé geðveikt að skíði niður þessi risafjöll þarna.

Rafting: Rafting er ein vinsælasta jaðaríþróttin á Íslandi. Þetta er vafalaust algjör snilld að fara á kajak niður straumharða á. Kannski er hægt að hvolfa bátunum og þá ætla ég að reyna það.