Ég er 13 ára stelpa úr Hafnarfirðinum og ég er búin að vera með X-treme áráttu í u.þ.b. 1 ár og núna er herbergið mitt undirlagt myndum og fleira tengt X-treme sportinu en ég vissi ekki að það væri til áhugamál um þetta hér á huga og ég fann myndirnar aðalega á google og leit. Ég veit að það eru mörg ár í að ég get stundað þetta en hvað eru aldurstakmörk í t.d. Fallhífarstökki, Köfun eða bara einhverju og hvar á maður að byrja í svona….einhver námskeið eða skóli eða hvað???
Ég er í rauninni skíthrædd við sjó og ef að t.d. þari kemur við mig verð ég skíthrædd (en þið megið samt ekki halda að ég sé algjör pempía) og ég verð að vera viss, er eitthvað óhugnalegt í sjónum við köfun eða eitthvað sérstakt sem að maður þarf að vara sig á???
Að lokum verð ég að spyrja hvort að einhvert ykkar veit um einhverjar góðar X-treme síður með myndum og greinum og fleira.