Í haust (einhvern tímann í lok ágúst) fór ég ásamt nokkrum vinum mínum í rafting á Þjórsá og það var vægast sagt GAMAN!
Ok, allir voru gallaðir upp og þegar við vorum búin að því fóru allir á sínum eigin bíl að upphafsstaðnum, fyrir neðan bæinn Haga í Gnúpverjahreppi. Þar var farið yfir allar öryggisráðstafanir og gaurinn endaði ræðuna með: “og það þarf ekkert endilega að nota þetta sem ég er búinn að kenna ykkur. Hvenær hafið þið annars þurft að nota björgunarvestin sem flugfreyjan sýnir ykkur?”
Svo fór fólk að raða sér í bátana, 8 manns á hvern. Ég var mest með fólki sem ég þekkti ekkert.
Byrjað var að róa út í lítinn hólma þar sem mátti stökkva í álinn. Það voru þvílíkt margir sem stukku “of langt”, þ.e., það þurfti ekkert nema stíga rétt framfyrir sig en flestir stukku bara meira en meter eða svo. Alla vega, þá var það bara snilld…
Svo var komið sér fyrir í bátunum aftur og róið af stað. Þá komu smá flúðir, ekkert, mikilar en samt gaman fyrir svona byrjendur eins og okkur. Svo var svona hálftíma stríð eða svo, allir voru að skvetta á hvern annan.
Svo héldum við áfram og einum bátnum datt í hug að fara að velta bátnum. Snilld, sumir komust varla í bátinn aftur.
Allavega þá dró til tíðinda. Lélegi báturinn fór allt í einu að kunna að róa svo þau komust svolítið áfram.
Svo komum við að skemmtilegasta hluta leiðarinnar, Ölmóðursey. Þar er hægt að fara sitthvoru megin en ef maður fer fyrir norð-vestan er það þvílíkt mikið af flúðum. Við fórum hinsvegar suð-austan við eyjuna en þar var líka geðveikt gaman. Þar var geggjað mikið af STÓRUM flúðum og bátarnir sporreistust alveg (eða það virtist þannig).
Svo kom langur lignur kafli áður en við komum að bænum Þjórsárholt sem var u.þ.b 8 kílómetrum fyrir neðan upphafsstaðinn.
Þar var flestum lyft upp á bátakerruna og keyrt tilbaka í Árnes.
Þetta var bara snilld, en líka GEÐVEIKT kalt.
Mæli með þessu fyrir byrjendur…