Hef alltaf verið að lýta svona við og við á þetta áhugamál enda með ´mikinn áhuga á öllu svona. Svo núna sá ég að það “vantar” greinar svo ég ákvað að gera þetta bara.

Fallhlífastökk:

Ég stökk reyndar bara sem tandem, eða var festur við reyndan stökkvara og fékk að njóta ferðarinnar Þetta átti sér stað fyrst þegar ég var að labba á “strandarlaugarveginum” eða verslunar / veitingastaða götunni við ströndina á Kanarí um jólin, þegar ég rakst á auglýsingu, þar sem stóð símanúmer og info og svona, og ég spyr mömmu sem ég var með hvort ég mætti ekki alveg fara, hún alveg gjörsamlega ákveðinn að ég myndi ALDREI þora að gera þetta “Jájá, þú mátt það alveg” ég fer strax að fá áhuga en vissi aldrei hvar útbúið var, svo einn daginn löbbum við út alla götuna og þar eru tvö svona fyrirtæki, og maður sér fólk lenda og svona, þvílíkt flott, og mjööööööög freistandi.


Ég ákvað að ath. hvort það væri laust þennan dag, ekkert laust.
Til að segja þetta í stuttu máli: Ég stökk á nýársdag (beat that) úr 3600m hæð þegar sólin var byrjuð að setjast en það var samt bjart og ég var í FreeFall í ca 51 - 54 sec, ég finn ekki vottorðið.

Í fallinu var adrenalínflæðið svo viðbjóðslega mikið að ég gat bara horft, agndofa, enginn tími til að hugsa bara að vera þarna….wow. :)

Svo næst snýr tandem stökkvarinn minn hendinni einhvernveginn og við förum í marga hringi í frjálsufalli, eins og geisladiskur sem er að spilast, þvílík skemmtun. Svo þegar komið er að því opnar hann fallhlífina og wow, álgaið á nárann og nána nágranna hanns var þvílíkt í nokkrar sec. við skutumst upp um nokkra metra á ógnarhraða og svo var þetta allt í goody. Þá fór útsýnið að byrja og tilfinningin…wow. Ég var ennþá að jafna mig eftir fallið og allt var svona að “meika sens” aftur. Svo sveif maður þarna yfir, borginn full af húsum, villum og bláum sundlaugum á hægri hönd, vinstri hönd voru frægir sandhólar og sjórinn og sólinn að setjast, þetta var geðveikt. Þess má geta að þegar ég lennti hljóp mamma til mín sem var kominn á vel hátt móðursýkisstig eftir að hafa verið svo viss um að ég myndi aldrei gera þetta og spurði hvernig var, ég var tilbúinn við þessari spurningu, hafði alveg ætlað mér að muna það, þegar ég lennti gat ég ekki sagt NEITT. Allt bara….huginn var annarstaðar (hugsanlega í nærunum ?:P neinei segi svona) allt var eitthvað svo annað, það tók mig ca 15 mínútur að jafna mig eftir allt þetta, mæli með þessu :)


Svo er það næsta, sem væri Köfun.

Ég veit ekki hvort það ætti að kalla köfun jaðarsport, en þar sem maður fær visst “kick” útur því að vera neðansjávar og svona, vera kominn í heim þar sem þú átt ekki að vera, það er mad. Þetta byrjaði á því að ég var núna í sumar úti á Krít og sá svona túrista köfun, og endaði að fara einn með strák einum og föður hanns sem “tóku” mig inn :) Eftir fyrstu köfunina ákváðum við allir þrír að taka seinni köfunin a sem bauðst, þetta var allt svoan túrista vænt, fylgst með þér og svona allt safe.

Svo um kvöldið eftir þetta kemur strákurinn og spyr hvort ég vilji ekki koma með honum á 3ggja daga kúrs sem gefur þér alþjóðlegt köfunarskírteini frá PADI. Við fórum í gegnum bóklegt og verklegt nám sem fól í sér að taka próf neðansjávar og þar átti maður að gera allskonar hluti t.d að taka gleraugun af á 9 metra dýpi og setja þau aftur á og tæma þau svo af sjó. Einnig áttum við að fara úr öllum búnaðinum og aftur í hann á botninum, og var þetta hörkustuð.

Svo enduðum við á að fara og kafa aðeins lengra útí þar sem við fórum að ca 10 metra háum vegg sem var neðansjávar FULLUR af lífi, þvílíkt og annað eins, mæli einnig með þessu.


Svo hef ég ekki prufað neitt annað en t.d GoKart og Paintball en mér finnst það ekki beint Jaðarsport.


En svo spyr ég…

Afhverju eru öll svona skemmtileg sport svona fjandi dýr? Mig langaði að læra fallhlífastökk og það kostaði með held ég sjö stökkum ~130þús fyrir utan búnað, og hann kostar 100-200, sama á við með köfun en hér kostar annað stigið í köfun á íslandi 55þúsund og búnaður ca 150 - 300 þúsund.



Afhverju er ég með svona mikinn áhuga á svona dýru sporti ?:(


Kveðja,

Jonni
“Killing for Peace is like Fucking for Virginity”