Köfun á Íslandi Oft hef ég verið spurður, er eitthvað varið í að kafa á Íslandi? Svarið er einfalt. Á Íslandi er einn af heimsins bestu köfunarstöðum. Við tökum hérna á móti köfurum alls staðar að úr heiminum sem koma hingað til lands, sumir aðeins til að kafa. Við erum jú fiskveiðiþjóð, þannig að lífið í sjónum umhverfis landið hlýtur að vera nokkuð mikið. Sannleikurinn er sá, að það er nánast sama hvar farið er út í, alls staðar er fjölbreitt dýralíf. Hægt er að fara niður halda sig á um einum fermetra og skoða fjölbreytt líf. Önnur spurning er, er ekki kalt að kafa við Ísland? Svarið er einfaldlega nei! Búnaðurinn sem kafarinn notar er orðinn það góður að engum á að þurfa að vera kalt. Við notum þurrbúninga sem hægt er að klæðast hlýjum fötum undir eftir þörfum. Þannig að hræðsla við kulda á ekki að þurfa að halda neinum frá sportinu. Ef þú lesandi góður hefur einhverja spurningu varðandi köfun, hikaðu ekki við að senda hana á mig.