Það kosta slatta af pening að byrja í köfunarsportinu. en það góða er að eftir að menn eru búnir að fjárfesta í námskeiði og búnaði, þá þarf þetta ekki að kosta neitt meira. Fyrir u.þ.b. 10.000,- á ári geta menn komist í aðgang að pressu eins og menn þurfa og svo er bara spurning með bensín á bílinn. Það er skólafólk í þessu sem stundum hafa elli efni á því að fara í bíó, en komast alltaf í köfun, því þau eru búin að borga námskeið og búnað. Í sambandi við félaga til að kafa með, þá er það þannig að þegar þú lærir að kafa þá gengur þú í raun sjálfvirkt inn í félagsskap kafara sem hafa það sama markmið og þú, að kafa og kafa meira. Í flestum tilvikum þarf ekki letfi til að kafa. það er ekki nema það sé verið að fara yfir landareignir sem eru í einkaeign, og er þá æskilegt að fá leyfi frá landeiganda. Það þarf í flestum tilvikum ekki læknisvottorð til að fá köfunarréttindi. Það er aðeins nauðsynlegt ef það er eitthvað sem er óljóst með heilsufar viðkomandi. Allir sem koma á námskeið svara spurningarlista varðandi það. Ef það eru einhverja spurningar sem fólk hefur í sambandi við köfun þá endilega látið flakka. Það er svolítið áberandi að menn eru að svara spurningum hérna um mál sem þeir hafa greinilega ekki mikið vit á. Sá sem þetta skrifar er PADI köfunarkennari. Ég er að bjóða byrjendanámskeið í köfun (PADI Open Water) á aðeins krónur 35.000,- núna út september. Hafið samband við Héðinn í síma 896 2270