Þessi texti er tekinn úr bókinni “The Ultimate Encyclopedia Of Extreme Sports” eftir Joe Tomlinson.
Þýtt frjálslega af torpedo.

Teygjustökk rekur rætur sínar til indjánahóps á Pentecost eyju í Suður-Kyrrahafi. Sögur herma að par hafi verið að rífast, konan hafi klifrað upp í tré og karl hennar eftir henni. Konan hafi því næst bundið reipi um fætur sér og hinn endan um greinina sem hún stóð á og þegar karlinn nær henni, stekkur hún en karlinn missir jafnvægið og dettur í opinn dauðann. Konan hins vegar bjargast af reipinu góða.
Teygjustökk, eins og við þekkjum það, er stundað um allan heim. Í dag er notast við tvær ólíkar tegundir festinga, Nýja-Sjálands festingin notast við teygju sem er ekki samsett og þar er handklæði vafið um fætur iðkandans og teygjan fest þar í. Bandaríska-tegundin notast við klifur belti og sigbelti saman. Þar er teygjan bara “standard lengd” og svo er bútum af sterku reipi bætt neðan á eftir þyngd þess sem stekkur.
Eitt sem þarf að passa í teygjustökki er það að þegar maður er kominn niður á botn og ætlar að spýtast upp aftur, þá vandast málið og maður þarf að passa það að það myndist ekki hringir á teygjuna því ef hausinn á manni fer í hringinn og maður dettur niður getur maður kyrkt sig… ekki gaman…
Annar er ábyggilega ekkert smá gaman að stökkva á NýSjálenska mátann og ofan í á, koma svo upp rennblautur… jammí… ;)

Takk fyrir mig, njótið lestursins.