Ok, þar sem ekki er mikið í gangi hér, ekki einu sinni adminarnir eru hér inná þá á ætla ég að skrifa eina grein. Hún fjallar um fyrsta og eina skiptið sem ég hef farið að kafa, ekki bara að snorkela.
Það var þannig að í skólanum hjá mér var boðið uppá ýmis námskeið og þar á meðal var köfunarnámskeið. Ég ákvað að skella mér og svo kom í ljós daginn sem námskeiðið var að það voru engir aðrir en ég búnir að skrá sig. Ég var því bara ein og allt í lagi með. Námskeiðið var haldið í Sundhöll Selfoss og það var byrjað á því að fara yfir allar græjurnar í kjallaranum í lyftingaherberginu. Svo þegar var búið að fara yfir “the basics” var bara skellt sér í sturtu og ofan í og þar fékk ég úthlutaðar græjur, kút, gleraugu ogm svoleiðis og svo var bara haldið af stað út í djúpu laug.
Ég fékk bara að leika mér á meðan kallarnir voru að æfa sig. Síðan komu fullt af einhverjum litlum krökkum og voru að fylgjast með okkur, sögðu svo að við mættum ekki vera þarna því þau áttu laugina, þá var ég alveg að springa úr hlátri, þetta var bara svo kómískt.
Svo var ég búin að kafa slatta lengi og ákvað bara að hætta þessu og fara heim og éta kvöldmat, klukkan var orðin rúmlega hálf níu og ég var búin að vera á æfingu og var ekki búin að borða síðan rúmlega fjögur.
Þetta var þvílíkt skemmtilegt og ég mun líklega fara oft aftur í einhvers konar köfun, :-)