Jæja! Ég sit hérna í virkilega leiðinlegum þýskutíma með laptoppinn fyrir framan mig og það er ekkert að gera annað en að skrifa grein á Huga. Hvað á svo að skrifa um? Well! Mér datt í hug að skrifa um rope freefalling.

Það er nú svo að ég hef prófað ýmislegt, klettaklifur, ísklifur, fallhlífastökk, köfun… með því skemmtilegasta í mínum huga er rope freefall. Sem að gengur sem sagt út á það að hoppa fram af brúm eða klettum (eða einhverju öðru) með ekkert nema dynamíska línu til að taka af sér fallið. Þetta er auðvitað allt önnur tilfinning heldur en til dæmis teygjustökk (sem að ég hef reyndar ekki prófað ennþá þannig að ég er bara að hafa þetta eftir öðrum) þar sem að línan tekur ekki af þér fallið fyrr en þú ert kominn eiginlega alveg niður, meðan að teygjan tekur fallið af manni frekar snemma.

Vandamálið við þetta er auðvitað að finna staði til þess að stökkva af (þeir eru ekki mjög margir hérna heima). Það þýðir ekki að stökkva beint fram af kletti þar sem að maður þarf að hafa svæði til að sveiflast. Háar brýr eru líklega hentugasti staðurinn til þess að gera þetta. Svo er bara að setja upp tryggingar og jú það er betra að reikna með því að það þurfi að dobla mann upp aftur. Það er líka betra að reikna það inn í myndina að línan teygist heil 11% þannig að hafið mátulega stutt í henni. Í fyrsta stökkinu mínu endaði ég bara hálfan metra frá jörðinni. Svo er nauðvitað sniðugt að vera meið nýa línu til þess að vera nú alveg safe. Það er gefið upp á öllum línum hvað þær geta tekið mörg föll. Þegar að maður stekkur svona þá er maður að reyna á línuna til hins ýtrasta þannig að það ætti ekki að stökkva í línum sem að hafa tekið of mörg föll.

Svo þegar að maður er búinn að pæla út stökkstaðinn mátulega mikið, þá er bara að láta vaða!
Lacho calad, drego morn!