Ég rakst á þessa grein fyrir stuttu og langar að deila henni með ykkur, en hún er tekin frá sniglar.is

Cannondale gjaldþrota?
Cannondale Corporation, sem Bílabúð Benna hefur umboð fyrir hér á landi hefur samkvæmt PowerSportNetwork fréttamiðlinum tilkynnt að það muni leggja inn ósk um greiðslustöðvun samkvæmt 11 kafla bandarískra laga um gjalþrotabeiðnir, í dag 28. janúar. Cannondale og lánadrottnarnir CIT/Business Credit, Inc. og Pegasus Partners II, L.P. hafa náð samkomulagi um beiðnina, verði hún samþykkt af bandarískum yfirvöldum og mun það gefa fyritækinu tækifæri á endurfjármögnun og endurskipulagningu sem hjálpar fyrirtækinu að standa við núverandi skuldbindingar sínar við birgja og starfsmenn. “Endurskipulagninginn og fjármögnunin verður notuð til að halda áfram framleiðslu okkar á reiðhjólum,” sagði Joe Montgomery, stofnandi og stjórnarformaður Cannondale.
Cannondale hefur einnig náð samkomulagi við Pegasus Partners II, L.P. um kaup á öllum eignum Cannondale miðað við 363 grein bandaríkskra gjalþrotalaga. Þetta er gert til að minnka skuldir en er þó bundið samþykki bandarískra dómstóla.

Pegasus stefnir að því að reka reiðhjólaverksmiðjuna áfram með sama sniði en kaupa mótorsport hluta fyrirtækisins sérstaklega, þar með talið þróun og framleiðslu á mótorhjólum. Þá mun áfram vera leitað að framtíðarfjárfestum í reksturinn saman eða í sitt hvoru lagi. Með þessari breytingu hefur öllum starfsmönnum í mótorsport deild Cannondale verið sagt upp. Hinsvegar starfa starfmenn reiðhjóladeildar áfram óbreytt.

Bílabúð Benna hóf nýverið innflutning á Cannondale mótorhjólunum. Samvkæmt Birni Inga Jóhanssyni hjá Bílabúð Benna, sigli nr. 404 einnig þekktur sem Bjössi Túba, mun þetta eðlilega hafa áhrif á umboðið. Einhverjir fjárfestar séu þó komnir í spilið þó framleiðslan hafi stöðvast í bili. Varahlutir verða þó fáanlegir áfram. Björn sagði Bílabúð Benna hafa fulla trú á að Cannondale rétti úr kútnum enda hafi Evrópumarkaðurinn skilað góðum hagnaði.

cannondale.com