Rodeo, jaðarsport eða ekki? Jæja, nú ætla ég aðeins að fjalla lauslega um íþrótt sem mikið er stunduð í Bandaríkjunum og er ekki einungis sem afþreying í cowboy-myndum. Þessi íþrótt kallast bull-riding.
Tilgangurinn með íþróttinni er nákvæmelega ekki neinn. Eina sem á að gera er að reyna að vera á baki á nauti, eða kálfi í sumum tilvikum, eins lengi og maður getur. Maður á að reyna að halda sér á baki í að minnsta kosti átta sekúndur. Ef þið haldið að 8 sek. séu fljótar að líða þá giskuðuð þið rangt því þetta tekur á.
Um vömb nautsins er gyrt reipi fyrir knapann til að halda sér í. Nautið er sett inn í litla stíu sem er við stóran hring sem nautið getur hoppað og skoppað um í. Svo sest knapinn, nær gripi á reipinu og svo er opnað hlið inn í hringinn og nautið flýgur náttúrulega af stað. Nautin hrekkja mikið og reyna af mestu megn að henda mannninum/konunni af baki. Svo ef maður dettur af baki er bara að flýja eins langt og maður getur frá tuddanum því hann getur orðið virkilega illur…
Fyrir ykkur adrenalín fíkla hlýtur þetta að vera skemmtilegt. Aðeins hættulegra en að sitja fyrir framan tölvuskjáin og spila Sims….