Það eru til nokkuð margar mismunandi “jaðarsport” greinar og flest allar mjög spennandi. Það er mjög mismunandi hvað fólk kýs að stunda og það allt saman gott og blessað, en er ekki hægt að sameina nokkrar greinar í eins skemmtilega multimedia x-treme down hill jump sick twisted race ? Ég er með smá hugmynd: við byrjum á því að fara með þyrlu (eða labba/klifra fyrir þá sem hafa áhuga á því) upp á eitthvað fjall og brunum niður á snjóbretti og auðvitað með b.a.s.e fallhlíf á bakinu, við stökkvum fram af góðum klett og losum okkur við brettið snögglega og svífum í smá tíma og opnum fallhlífina í tíma. Svo lendum við í gúmmíbát og tökum smá rafting ferð, getum skipt yfir í kayak á miðri leið. Þegar mestu flúðirnar eru búnar skellum við okkur í köfunargalla og köfun smá. En hér kemur smá vandamál, það er ekkert spennandi að kafa í straumhaðri á, svo við förum á hummer eða krossara í smá torfærur og tökum nokkur stunt á leiðinni. Við komum að vatni þar sem við köfum, komum svo upp þar sem snekkjan er og þar bíða nokkrir líkamar sem við eigum góðar stundir með :) Að lokum eigum við langa og sveitta nótt.
Þetta er kannski eitthvað sem er bara hægt í bíó, en þetta væri mjög dýrt og bara fyrir milla. En það er kannski hægt að redda sponsi :) Svo er auðvitað hægt að útfæra þetta á ýmsa vegu, notið bara hugmyndaflugið.