Ég fór upp í bláfjöll í gær með félögum mínum á þremur jeppum, vopnaðir tveimur stígasleðum og vorum að draga hvorn annan á sleðanu. Vorum einnig með rassaþotu. Þetta er með því skemmtilegra sem að ég hef prufað lengi. Ég myndi flokka þetta undir jaðarsport og ég kvet alla þá sem að hafa aðgang að jeppa að prufa þetta. Snjórinn í bláfjöllum er mikill nema í bröttustu brekkunum og er vel hægt að fara þangað til að iðka skíðaíþróttir ef að fólk hefur áhuga á. Við reyndum að keyra eitthvað uppeftir en komumst ekki þar sem að snjórinn var of djúpur og of mikið púður. Þess vegna skora ég á ykkur skíða og snjóbrettakappana að drífa ykkur uppeftir. Engar liftur eru gangandi en það er hollt að labba. ;)
kveðja, Guðgeir.