Ég veit að sund er ekki meðal vinsælustu greinum hér á Íslandi, en ég hreinlega skil ekki af hverju.

Sundaðstaðan hér á landi er fullkomin, og með allt þetta heita vatn sem við höfum er auðvelt fyrir okkur að skreppa hvar á landi sem er og fara í sund. Það er sundlaug í nánast hverju einasta hverfi bara hérna í Reykjavík og í hverjum einasta smábæ á landinu. Á öllum Vestfjörðum er sundlaug í nánst hverjum einasta bæ, og a þá staði þar sem ég hef komið til á landinu er allstaðar sundlaug.

Kannski ekki akkurat núna á stundinni en um þessa helgi er stórt sundmót, ÍM eða Ísland meistara einhvað, sem er haldið í Laugardalslaug og í nýju Hafnarfjarðarlauginni. Já og ég var að horfa á sjónvarpið í kvöld og það kom ein grein um þetta sundmót og ekkert um það sem var haldið í hafnarfjarðarlauginni. Eins og ég var að tala um nánast engin umfjöllun!

Svo er það hann Bjarni Fel sem er búinn að tileinka sér hreinlega íþróttir og íþróttaumfjöllun þannig séð. Hann sýnir nánast bara fótbolta og talar ekki um annað heldur en KR. Hann er einn valdurinn af því að sund er nánast núll í sjónvarpinu.

Svo eru það allir þessir menn eins og Michael Phelps og fleiri sem eru að slá fleiri og fleiri met, það var ekki mikið í umfjöllun þótt að ólympíuleikarnir voru sýndir hérna á rúv.
Þeir hafa ekki allt þetta heita vatn eins og við. Af hverju er svona lítið um sund hérna á Íslandi.


Vonandi skapaði ég umræðu. Kommentið að eigin vild og þetta var aðeins umræðu efni. Ég er ekki að heimta þráð á huga um sund eða neitt þannig.