Já, sanniði til. Mínir menn í Tottenham drápu loksins Chelsea-grýluna sem vofandi hefur verið yfir okkur í 12 ár í gærkvöldi. Úrslitaleikurinn við Blackburn í deildarbikarnum verður erfiður en hann mun hafast. Spurs verða því fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í UEFA-keppninni ef þeir afgreiða Blackburn sem þeir eiga að gera. Þrátt fyrir gríðarlega mikil meiðsli í hópnum völtuðu þeir yfir A-lið Chelsea í gærkvöldi og Hoddle er Maðurinn. Hasselbaink fauk ranglega útaf en það hafði ekkert með gang leiksins að gera (Melchiot átti að fjúka í staðinn, hann kýldi Sheringham eins og fáviti). Þetta er allt að koma. Hoddle má bara alls ekki selja Tim Sherwood eins og sögusagnir eru um, Rebrov má fara en bara fyrir góðan pening.