Sæl veriði. Ég er að leita mér að körfuboltaskóm, ég er búinn að fara í 4 verslanir, Útilíf Glæsibæ og Kringlunni og svo Intersport upp á Höfða og í Smáralind og það má kannski fylgja með að ég get ekki hrósað þessu fólki fyrir góða aðstoð á neinum af þessum stöðum, maður þurfti allstaðar nema á einum stað að kalla eftir aðstoð þótt að það hafi hafi ekki verið rassgat að gera.

En það er ekki það sem ég ætlaði að tala um, vitiði um einhverjar aðrar búðir en þessar 4 sem selja körfuboltaskó? Reyndar mjög erfitt að finna skó á mig, alltaf allt búið þegar ég reyni að finna eitthvað vegna þess að ég er í algengasta númerinu 43, en já vitiði um einhverjar aðrar verslanir? Mæliði eitthvað með því að versla skó á netinu? Eins og amazon eða ebay?

Bestu kveðjur, Höddi