Ég verð nú bara að segja að ég botna bara ekkert í því hvernig íþróttafréttamenn gátu fengið það út að Guðjón Valur ætti titilinn frekar skilið en Eiður Smári. Handbolti er í kringum 300. sæti á lista yfir mest iðkuðustu íþróttir í heiminum og eru alveg fáránlega íþróttir fyrir ofan handbolta. Á þessum sama lista er fótbolti í efsta sæti með nokkrum yfirburðum. Þó svo að Guðjón Valur hafi staðið sig vel á árinu með liði sínu í þýsku deildinni, kemst það hreinlega ekki nálægt því sem Eiður Smári hefur afrekað með Barcelona, sem er ,,besta" félagslið í heimi í mest iðkuðustu íþrótt í heimi. Hann er oftast í byrjunarliðinu og hefur skorað 10 mörk, ásamt því að hann varð enskur meistari með Chelsea. Þess vegna tel ég að Eiður Smári hafi miklu frekar átt þennan titil skilið. Hvað finnst ykkur?