Þannig er mál með vexti að undanfarinn mánuð(ágúst) hef ég verið að skokka og hlaupa mikið til þess að koma mér í almennilegt form fyrir veturinn. En núna finnst mér bókstaflega vont að haupa. Ég fæ mikla verki upp með kálfanum og ökklanum og á ristinni. Eða allstaðar. Mér hefur verið sagt að nota ekki teygjubindi, það hægir á ferlinu að lagast, en eru einhverjar styrktar æfingar?

Ég hef alltaf verið mjög laus þarna (báðum fótum) og núna þegar ég hef verið að æfa mikið fæ ég verki.

Núna, ef ég stíg á einhverja jafnsléttu fæ ég voðalegan sting eða sársauka, eins og þegar maður tognar, í fótinn. Hvað á að gera? Eru til einhverja styrktaræfingar eða teygjur?