Íslenska sundfólkið lauk keppni í einstaklingsgreinum á EM í sundi í Madrid í morgun og komst enginn áfram. Anja Ríkey Jakobsdóttir synti 50 m baksund á 31,44 og hafnaði í 21. sæti. Ragnheiður Ragnarsdóttir synti 50 m skriðsund á 26,47 og varð einnig í 21. sæti og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir synti 50 m skriðsund á 26,65 og hafnaði í 26. sæti.

Íslensku keppendurnir eiga eftir að keppa í einni grein, 4x100m fjórsundi kvenna og verður það á morgun. Það verður spennandi að fylgjast með því hvað stúlkurnar gera í því sundi en vonir standa til að þær geti náð ágætis árangri.
nei, ég er ekki stelpa