Ég veit ekki af hverju en ég hef aldrei haft gaman að neinni íþrótt.. þó að ég sé góð í sumum íþróttum þá einhvernveginn get ég ekki skilið áhugann á íþróttum.. hver í ósköpunum er tilgangurinn með því tildæmis að hlaupa á eftir einhverjum bolta í 1 og hálfan klukkutíma og annaðhvort tapa eða vinna… og svo að hlaupa 100 metra.. eða lengra… þetta er alveg tilgangslaust að mínu mati…
ég veit að margir hafa ánægju af því að hlaupa, og hreyfa sig en tilgangurinn er… akkurru ekki bara að fara út að skokka eða vera í leikfimi eða eikkað, þessar íþróttir hafa valdið mér miklu hugarangri af því að það er nákvæmlega enginn tilgangur með þeim að mér sýnist og ég kynni vel að meta ef einhver gæti sagt mér frá tilgangnum… ég veit alveg um ánægjuna og gleðina! Svo finnst mér engin ástæða til að sýna svona mikið af þeim í sjónvarpinu… það er mikið viturlegra að hafa bara eina íþóttastöð og sýna þetta allt á henni í stað þess að íþyngja þeim sem hafa engann áhuga á svona dæmi… Það drepur mann úr leiðindum að það sé sleppt bíómyndum og svoleiðis fyrir íþróttir… Svo eina ferðina enn… hver er tilgangurinn með því að vinna eða tapa… hlaupa eða sitja.. elta einhvern bolta eða hoppa yfir einhverjar grindur?? Þetta er ofar mínum skilningi svo að ég kynni vel að meta ef einhver vildi vera svo vænn og útskýra íþróttir fyrir mér!!
Takk fyrir og góða nótt ;)
- -¤–^] takk fyrir og góða nótt [^–¤- -