Á morgun er ég að fara á mitt annað Essó mót.
Ég er alveg að deyja úr spennu því að í fyrra var rosalega gaman.
Ég ætla að skrifa smá grein um það mót og bera það aðeins saman við Shell mótið.

Mig minnir að mótið hafi verið svona:

Fyrsta daginn vorum við bara að koma okkur fyrir og þannig og chilla.
Á hverjum degi eftir það voru kepptir einn til tveir leikir á dag.
Þeir fyrstu um klukkan hálfníu á morgnana en hinn leikurinn var í seinasta lagi klukkan fimm.
Svona var þetta í þrjá daga.
Fjórða kepptum við líka tvo leiki en þar af var annar leikurinn um sæti.
Mitt lið keppti um 17-18 sæti, sem var ekki alveg nógu gott. En svona er lífið. Þetta var æsispennandi leikur og var staðan 1-1
eftir venjulega leiktíma og ekkert var síðan skorað í framlengingunni þannig að það þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.
Hún fór svona (ég er í Þrótti):
Þróttur: oxoox
Fylkir: oxooo

við töpuðum en samt var ýkt gaman að taka þátt í vítaspyrnu keppni.


Samanburðurinn:

Það er miklu skemmtilegra að keppa á Essó því að þá er maður eldri og boltinn orðinn betri. En utanvallardagskráin er mun skemmtilegri á Shell mótinu þar sem að þar er hægt að fara að spranga og fara á bát og svona.


Angus
The waves come crashing as I sail across the waters,
And I hope against hope that the cold steel hull will carry me to salvation.