Brids Ég er mikill íþróttaáhugamaður og hef gaman af skemmtilegum íþróttum eins og körfu, fótbolta og golf.

En það er eitt sem ég bara þoli ekki, og það er þegar eitthvert \“hobby\” verður að íþrótt eins og skák, bocha eða jafnvel brids. Brids er ekki íþrótt. Brids er það sem gamalt fólk kemur mörg saman og fara að spila spil.

En svo sprakk mælirinn hjá mér alveg um daginn. Ég var að horfa á fréttirnar og sá að einhver íslensk kona sem vann silfurverðlaun á einhverju móti , var svipt verðlaununum út af því að hún féll á lyfjaprófi. LYFJAPRÓFI. Þetta var eitt mesta bull sem ég hafði heyrt á ævi minni. Hún hafði tekið eitthvað lyf út af einhverjum sjúkdómi sem hún var með og það lyf var á lista yfir lyf sem ekki mátti taka. Svo að það er líka til listi yfir lyf sem ekki má taka í brids.
Þetta finnst mér vera alveg fáranlegt lýk máli mínu með því að segja \“ BRIDS ER EKKI ÍÞRÓTT\”.