Tap hjá Íslandi. Íslenska landsliðið í knattspyrnu töpuðu í dag á móti Ungverjum
0-2 vináttulandsleik á laugardals velli í arfaslökum leik að okkar hálfu í dag.

Í fyrri hálfleik spiluðu Íslendingar ágætlega og í hálfleik var staðan 0-0. En í seinni hálfleik tóku Ungverjar algjörlega völdin og náðu að sigra 0-2 með mörkum frá Zsolt Löw og Pal Dardai.

Árni Gautur Arason aðalmarkmaður sat á bekknum vegna meiðsla og Birkir Kristinsson leikmaður ÍBV kom í hans stað.

Ekki veit ég hvað kom yfir íslenska liðið, hvort að það var bara illa stefnd eða bara valið á mönnum var frekar lélegt. Persónulega finnst mér að Tryggvi Guðmundsson ætti að vera í liðinu í stað Ríkharðs Daðasonar. Ríkharður hefur eiginlega ekkert spilað og hann Tryggvi er einn af bestu mönnum í Norsku úrvalsdeildinni um þessar mundir.

Og hvar er hann Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton á Englandi og einn albesti varnarmaður sem Íslendingar hafa átt og fyrirliði í einnu sterkustu deild Í Evrópu þar að auki.

Já ég held að Atli þarf að gera einhverjar breytingar á liðinu ef að það komast á EM árið 2004.