Skógarhlaupið 2002 - www.strik.is/skogarhlaupid

Skógarhlaup Útilífsmiðstöðvarinnar Húsafelli verður haldið í annað sinn laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Keppnin felst í því að keppendur þurfa að komast yfir ákveðið landssvæði á sem skemmstum tíma og á leiðinni þurfa þeir að yfirstíga ýmsar hindranir.

Keppt verður í þriggja manna liðum og til að ljúka keppni þurfa liðin að reiða sig á samstöðu hópsins í heild jafnt sem frumkvæði einstaklingsins. Keppninni er stillt upp sem áskorendakeppni en þau lið sem srá sig til leiks öðlast rétt til að skora á önnur lið að mæta sér í keppninni.

Brautin verður kynnt þann 19. ágúst en lögð er áhersla á að hún verði fjölbreytt og skemmtileg yfirferðar. Eftirfarandi þrautir eru meðal þess sem keppendur þurfa að takast á við;

-Fjallganga (c.a. 450 m)
-Kafsund (synt yfir veituskurð þar sem kafa þarf undir hindrun)
-Kláfferja yfir og ofan í vatn
-Skógarhlaup
-Þverun straumvatna

Veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin en í fyrra voru það lið Hreyfingar, World Class og GoPro Landsteina sem lentu í fyrstu þremur sætunum.

Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 864-5540 og á www.strik.is/skogarhlaupid.