Senegal 1-0 Frakkland

Jahá. Svona sá maður nú á skjánum kl.13:20 þegar dómari opnunarleiks HM í knattspyrnu árið 2002 í S-Kóreu og Japan flautaði til leiksloka. Eftir því sem ég man rétt þá sá ég í HM-aukablaði Moggans að einn af„spekingunum“(mig minnir að það hafi verið Bjarni Fel)sagði að einhver afríkuþjóð ætti eftir að ná langt. Og ég held að það sé eiginlega orðið augljóst á fyrsta degi HM hvaða þjóð það sé;Senegal. Mér finnst þetta ekki svo slæm byrjun á HM, fyrsti leikur Senegala á Heimsmeistaramóti er sigur 1-0 gegn heimsmeisturum Frakka. En það má ekki hrósa þeim of mikið, Senegölum, því að það skal skýrt tekið fram að besti leikmaður Frakka, Zinedine Zidane, er meiddur á hné og spilar ekki heldur næsta leik Frakka en það er talið að hann komi hress til leiks í þriðja leik Frakka sem er á móti Dönum í Incheon.
Þannig að ég bara spyr:

Verður Senegal sigurvegari á HM 2002 í S-Kóreu og Japan?