Svo kann að fara að Bayer Leverkusen verði án lykilmannsins Michael Ballacks í seinni leiknum gegn Man United. Ballack hefur leikið frábærlega í meistaradeildinni en hann meiddist í tapleiknum gegn Nürnberg á laugardag. Leikurinn sá hefði varla getað verið ömurlegri fyrir Leverkusen sem datt úr toppsætinu við tapið. Ekki bætti svo úr skák að Ballack skyldi meiðast.
Leverkusen hefur svo sannarlega fengið að heyra það í pressunni eftir tapið enda bendir margt til að liðið missi af titlinum rétt eins og fyrir tveimur árum þegar Bayern München hirti skjöldinn af þeim á lokadegi. Nú er hins vegar Borussia Dortmund með pálmann í höndunum en Bayern gæti líka stolið sigrinum.
Ballack náði að klára leikinn gegn Nürnberg en fór beint í myndatöku að honum loknum. Fleiri menn eru tæpir því Oliver Neuville og Jens Nowotny spiluðu hálf meiddir.
-maniggi irc nick-Hvar a netinu get eg downloadað adsl ??????????????????????????