Landsliðsmarkmaðurinn Jose Luis Chilavert skammaði blaðamenn í Paragvæ á föstudag og sagði að 90% þeirra væru óhæfir. Hann bað ungu kynslóðina að fara ekki að dæmi eldri blaðamannanna sem hann sagði að hefðu lagst lægra en áður í gagnrýni á Cesare Maldini eftir 4-0 tapið gegn Englandi. Hinn óútreiknanlegi markmaður lagðist í vörn fyrir Maldini og gagnrýndi hóp stuðningsmanna sem svívirtu þjálfarann við heimkomuna frá Englandi. “Mig langar að biðja prófessor Maldini afsökunar á hinni óásættanlegu hegðun áhangendanna þegar hann flaug heim síðasta fimmtudag,” sagði Chilavert. Hann vill meina að menn eigi ekki að vera að gagnrýna liðið fyrr en eftir HM. “Þeir ættu að leyfa okkur að halda undirbúningnum áfram og ef illa fer geta þeir gagnrýnt okkur eins og þeir vilja,” sagði markmaðurinn.
-maniggi irc nick-Hvar a netinu get eg downloadað adsl ??????????????????????????