Markmaðurinn Oliver Kahn hefur komið mörgum á óvart með því að segja að hann sé orðinn hundleiður á fótbolta þar sem hann spili alltof marga leiki. Hann sagði einnig að Evrópumeistararnir væru orðnir hálf þreyttir. Þessi 32 ára fyrirliði þýska landsliðisins segir að það sé of mikið að vera í landsliðinu, spila í Bundesligunni og meistaradeild Evrópu.

“Dagskráin hefur verið svo erfið á tímabilinu, það er ömurlegt, stundum hata ég fótbolta,” sagði Kahn. “Það eina sem ég geri er að spila fótbolta, æfa, fara heim og sofa, ég geri ekkert annað. Frá því í upphafi tímabilsins hef ég spilað tvo leiki á viku, það sama á við um okkur alla, við erum þreyttir.”

Kahn kemur til Englands í dag en lið Bayern München leikur gegn Man United á Old Trafford í kvöld. Leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu en Kahn segist vera orðinn dauðleiður á að mæta ensku meisturunum. "Ég hef ekki einu sinni getað hugsað um leikinn við Manchester United. Mér finnst þetta leitt en svona er þetta.