Kvennrembu kjaftæði !! Ég var að skoða slóð sem mér var send í pósti þar sem einhver kona var að skrifa á móti HM í fótbolta. Ég get nú ekki orða bundist um þvíumlík kvennremba er þar á ferðinni. Ég ætla að senda hérna inná þessa rullu sem hún skrifaði en annars getið þið fundið þetta á slóðinni www.geocities.com/burtmedboltann/index2.html.
Þessi skrif hljóma svona:

Ágætu eiginkonur, systur, mæður og dætur.

Nú er mikil pressa á Sjónvarpinu að sýna beint frá heimsmeistarmótinu í fótbolta sem fram fer í Japan og Kóreu. Virðist að hér sé um líf eða dauða að ræða hjá mörgum (einkum karlmönnum), og er óhætt að taka undir það – en með öfugum formerkjum þó. Er ekki kominn tími til að við konur stöndum saman gegn fótboltabölinu sem er á góðri leið með að sundra heilu fjölskyldunum hér í landi sem annars staðar. Ef Sjónvarpið mun sýna frá heimsmeistarmótinu verður líklega það sama upp á teningnum á mörgum heimilum yfir sumartímann og heilu fjölskyldurnar þurfa að þola á veturna þegar sýnt er frá fótbolta í Englandi. Eiginmaðurinn mun planta sér fyrir framan sjónvarpið með bjór í hönd snemma morguns, ekki viðræðuhæfur og önugur ef hann er inntur einhvers, við konur munum algjörlega þurfa að sjá um öll innkaup fyrir heimilið. Börnin þurfa svo að horfa upp á föður sinn liggja á sófanum yfir hábjartan daginn, jafnvel með fullt hús af vinnufélögum sínum. Fótbolti er jú hópíþrótt. Hversu góðar fyrirmyndir eru slíkir feður?

Við konur skorum á yfirvöld, sjónvarpið og alla hlutaðeigandi að leyfa fjölskyldum í landinu að eiga náðuga daga saman yfir sumartímann. Leyfið feðrum að leika við börnin sín á heilbrigðan hátt, en ekki angandi af bjórfýlu. Leyfið eiginkonum að njóta manna sinna. Leyfið fjölskyldunni allri að vera saman og njóta þess að vera saman.

Fótboltalaust sumar, það er okkar krafa.

Stöndum sama stöllur!

Ég sem er nú kona sjálf hef aldrei heyrt annað eins kjaftæði. Ég skil nú til dæmis ekki ef þessum konum líður svona ílla með að hafa mennina sína heima að horfa á boltann með bjór, af hverju biðja þær þá ekki að fara á puba og horfa þar á með bjór?? eða bara skilja við þessa ömurlegu menn sem þær eiga. Ég hef vissulega gaman af fótbolta, en ég mundi aldrei láta svona og jafnvel þó maðurinn minn hafi mörg áhugamál sem ég þoli ekki eins og Bíla þá mundi ég aldrei láta svona kjaftæði út úr mér og allra síst á netinu sem er alþjóðlegur miðill. Ég satt best að segja vorkenni þessum konum sem standa fyrir þessu og vona að kvalir þeirra í sumar verði þeim ekki um megn.
LIFI LEIÐINDIN !!!!
Bomba