Íslensk Samtök fyrir Amerískan Fótbolta (ÍSAF) eru nú að fara hefja æfingar í amerískum fótbolta. Boðað hefur verið til fyrstu æfingarinnar, en hún verður haldin kl. 19:00 laugardaginn 22. mars næstkomandi á Klambratúninu í Reykjavík (sjá nánar á mynd) Allir þeir sem hafa áhuga á íþróttinni eru velkomnir.

Fyrir þá sem hafa áhuga en hafa reglur íþróttarinnar ekki á hreinu bendi ég þeim á íslensku Wikipedia síðuna, en þar er að finna grein um amerískan fótbolta.

http://is.wikipedia.org/wiki/Amerískur_Fótbolti

Á æfingunni verður spilaður Flag-Football, en það er ein útgáfa af amerískum fótbolta. Í henni bera menn tvö flögg á bandi sem þeir hafa í kringum mjöðmina. Í stað þess að það þurfi að tækla menn til að stöðva þá, nægir að taka annað flaggið af leikmanninum sem er með boltann til að stöðva hann.

Eftir æfinguna verður nánar rætt um framhaldið, þeir sem geta séð það fyrir sér að halda áfram að spila reglulega ræða nánar um stað og stund, hvenær og hvort það væri hægt að finna hentugari stað, og hvort það væri hægt að semja við íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu um afnot á völlum þeirra.

Ég vona að einhverjir sjái sér fært að mæta. Íþróttin þarfnast áhugafólks af öllum stærðum og gerðum.