Nú í kvöld var tilkynnt hver yrði Íþróttamaður ársins 2007. Þetta árið hlaut Margrét Lára Viðarsdóttir þann mikla heiður.
Hér að neðan er listi með 10 hæstu í kjörinnu:

1. Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrna
2. Ólafur Stefánsson, handknattleikur
3. Ragna Ingólfsdóttir, badminton
4. Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleikur
5. Birgir Leifur Hafþórsson, golf
6. Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleikur
7. Örn Arnarson, sund
8. Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrna
9. Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleikur
10. Ragnheiður Ragnarsdóttir, sund

Ég verð að gangrína þennan lista einhvað og ætla ég að byrja á því að segja að mér fannst Margrét ekki eiga að vinna þrátt fyrir mjög góðan árangur. Mér fannst bæði Guðjón Valur og Ólafur betri og mér finnst að við verðum að miða við það að þetta eru 2 af svona 5-7 bestu leikmönnum í heimi á þessu ári. Ég bara botna ekki hvernig markahæðsti maður heimsmeistaramótsins og næstmarkahæðsti leikmaður í sterkustu handboltadeild í heimi geti endað í 6 sæti í þessu kjöri okkar hér á Íslandi.

Ef ég ætti að gera þennan lista myndi ég hafa hann eftirfarandi:

1. Guðjón Valur Sigurðsson
2. Ólafur Stefánsson
3. Margrét Lára Viðarsdóttir
4. Jón Arnór Stefánsson
5. Birgir Leifur Hafþórsson
6. Snorri Steinn Guðjónsson
7. Ragna Ingólfsdóttir
8. Örn Arnarson
9. Eiður Smári Guðjohnsen
10. Ragnheiður Ragnarsdótti