Ástæða þessarar greinar er grein sem samþykkt var hér hinn 22/10. Í henni er fjallað um næringu í íþróttum og þó að um hana hafi verið fjallað af miklum áhuga, var nauðsynleg þekking greinanlega ekki til staðar. Hér á eftir kemur smá bull frá mér og ég vona að það nýtist aðeins til að fólk skilji grunnforsendur næringar.

Þrjár helstu tegundir næringar sem framleiða orkuna sem líkaminn nýtir til brennslu eru; Kolvetni, Fita og Prótein. Líkaminn getur einnig nýtt alkóhól að einhverju magni, en eitrunaráhrif þess gera það að lélegum orkugjafa.

Kolvetni eru aðallega sykrur og skiptast í tvennt, einfaldar sykrur og fjölsykrur. Hvítur sykur sem er í flestum unnum matvörum og gosdrykkjum er einföld sykra. Ávextir og grænmeti innihalda fjölsykrur.
Munurinn á þessum tveimur tegundum sykra liggur í því að einfaldar sykrur eru teknar upp mun hraðar en fjölsykrur og því eru þær verri, ástæðan er sú að þær auka orku líkamans hratt, en sú orka er skammvinn og hrapar niður fyrir eðlileg mörk og því er mjög mikil upptaka hvíts sykurs óæskileg.
Einnig hafa komið fram kenningar um að neysla gosdrykkja í óhófi auki líkur á á sykursýki II, sem áður fyrr fannst einungis í eldra fólki, en finnst í siauknum mæli í yngra fólki.

Fita er mun orkuríkari en kolvetni og því er því haldið fram að það að minnka fituneyslu verði til þess að fólk grennist, hinsvegar er það viðurkennt að fólk verður að neyta fitu í einhverju magni til að viðhalda eðlilegum efnaskiptum (ástæðan er talin sú að ef fitu er ekki neytt telur líkaminn líkur á að hungursneyð sé í gangi og fer að nýta prótín til að mynda fitu og minnkar þar með nýtingu þess við vöðvamyndun og viðhald).

Prótín er ekki jafn orkuríkt og fita, en orkuríkari en kolvetni, prótín brotna hinsvegar hægar niður en kolvetni vegna flókinnar upppbyggingar. Prótín eru samsett úr amínósýrum en það eru einmitt amínósýrur sem byggja upp vöðva og eru helstu byggingarefni líkamans ásamt kalki. Prótín koma helst úr kjöti og fiski, en einnig úr grænmeti og ávöxtum, en í minna mæli þó.

Orkudrykkir eru yfirleitt kolvetnadrykkir og/eða koffíndrykkir og innihalda mismunandi samsetningu steinefna, vítamína, kolvetna og orkuefna (kofffín, guarana, ginseng o.fl. skyld efni).
Markmið þessara drykkja er að auka einbeitingu, orku og endurheimt.
Varast skal hvítan sykur vegna þess hve skammvinn áhrif hann hefur og líkur á blóðsykurfalli aukast til muna ef hans er neytt við átök.
Orkuefni, sér í lagi koffín auka einbeitningu og orku, ekki endilega lengi og líkaminn á það til að mynda mótstöðu, sem þýðir að sífellt þarf meira magn til að ná fram sömu áhrifum.
Flóknar sykrur og steinefni duga best til að halda orku meðan á æfingum stendur vegna þess hve jöfn dreifing þeirra er út í líkamann.

Prótíndrykkir eru bestir í hófi vegna þess hve lítið magn líkaminn getur nýtt, en þó má inntaka alveg vera ca. 3-5gr. á kíló, eftir æfingaálagi og aldri þess sem neytir. Restinni er ekki pissað heldur verður að fitu eða glýkógeni í líkamanum, þannig að það er lítið mál að fitna af prótínneyslu.

PRÓTÍN VELDUR EKKI STÓRUM VÖÐVUM OG MÖSSUN TIL ÞESS ÞARF AÐ ÆFA VEL!!! EÐA NEYTA FÆÐUBÓTAREFNA OG/EÐA ÓLÖGLEGRA EFNA.

Fæðubótarefni eru efni í alveg aðra grein, en einu efnin sem sýnt hafa einhverja almennilega svörun í rannsóknum eru kreatín og glútamín (amínósýra). Ef frekari áhugi er fyrir því að heyra um þau mun ég kannski setjast niður og skrifa some…

Þessi grein er byggð á minni reynslu og þekkingu sem ég hef aflað mér síðastliðin 8 ár.

Ég er menntaður íþr.fræðingur með áhuga á líkamsrækt, íþróttum, fæðubótarefnum og öllu því sem tengist líkamlegu atgervi, hvort sem það er löglegt eður ei.