NFL NFL (American football)

Þessi íþrótt er alveg frábær, hvað get ég sagt. Ég kynntist henni fyrst fyrir nokkrum árum þegar einhver vinur bróðir míns hafði mælt með tölvuleiknum Madden NFL að ég held 2000 eða 1999. Það er íþróttaleikur sem skartar þessari íþrótt. Leikurinn heitir Madden NFL eftir John Madden, en hann hefur lýst leikjum í áraraðir og er mjög frægur fyrir það. Áður en ég prófaði leikinn vissi ég varla að þessi íþrótt væri til. Við byrjuðum að spila, ég hreinskilnislega skildi ekki upp eða ofan í leikreglunum eða neinu. En svo lærir maður. Núna dýrka ég þessa íþrótt, fæ varla nóg. Hérna á eftir ætla ég að koma með smá fróðleik og útskýringar um leikreglur og leik þennan. Þetta er kannski smá götótt, ef þið hafið einhverjar spurningar, endilega bara spyrja.

Liðin í deildinni eru 32 og skiptast þau í tvær deildir, ekkert getuskipt eða neitt þannig. Lið geta ekki misst réttinn til þess að spila ár frá ári. Liðin skiptast í American league og National league, en þær skiptast svo hvor í 4 fjögurra liða riðla. Til þess að lið geti hafið þáttöku þurfa ansi miklar peningaupphæðir að skipta um hendur. Það þarf að byggja leikvang, ráða starfsmenn ect. Í hverju liði þurfa minnst að vera 49 leikmenn og mest 55. Launakostnaðurinn má samt ekki fara upp fyrir ákveðið mark, sem hvert lið hefur. Liðin skiptast svona niður:

AFC: Buffalo Bills, Miami Dolphins, New England Patriots, New Jersey Jets, Baltimore Ravens, Cincinnati Bengals, Cleveland Browns, Pittsburgh Steelers, Houston Texans, Indianapolis Colts, Jacksonville Jaguars, Tennessee Titans,
Denver Broncos, Kansas City Chiefs, Oakland Raiders, San Diego Chargers.

NFC: Dallas Cowboys, New York Giants, Philadelphia Eagles, Washington Redskins, Chicago Bears, Detroit Lions, Green Bay Packers, Minnesota Vikings,
Atlanta Falcons, Carolina Panthers, New Orleans Saints, Tampa Bay Buccaneers, Arizona Cardinals, Saint Louis Rams, San Francisco 49ers, Seattle Seahawks.

Tampa Bay Buccaneers unnu deildina, eða hinn svokallaða Super Bowl í fyrra. Þeir sem vinna deildina í Ameríku eru World Champions, sem ber vott af hroka, þeir þurfa að vera World Champions, jafnvel þó þetta sé “American” football, og er aðalega stundaður í N-Ameríku, en nokkur lið eru í Evrópu, þangað fara sumir bandarískir leikmenn sem ekki fá stöðu ´liði í heimalandinu til þess að spila og vekja áhuga á sér hjá njósnurum frá liðunum í aðal deildinni. Þessi lið eiga varla neinn möguleika í amerísku liðin, þannig að þeir sem vinna Super Bowl eru hinir eiginlegu heimsmeistarar.

Vona að þetta hafi hjálpað, ef áhugi er fyrir því skal ég skrifa fleiri svona greinar. Svo eru líka sýndir leikir á Sýn öðru hverju, Íslendingar kannast einna helst við Green Bay Packers, held að flestir leikir sem sýndir hafa verið hafi verið með þeim. Svo er líka nýr þáttur á Sýn sem heitir NFL tilþrif, þar eru sýnd “highlights” úr leikjum helgarinnar, held að þetta sé í hverri viku, var í sjónvarpinu á mánudaginn.
- MariaKr.