Æfingarnar byrjaðar Núna er æfingarnar byrjaðar há mér. Ég æfi fótbolta hjá íþróttafélaginu Gróttu í 4 flokk. Ég fór á fyrstu æfinguna í gær og ég er með sama þjálfara og ég var með í 5 flokk sem heitir Elmar. Á æfingunni í gær var ekki mikið að gera, við spiluðum bara og á meðan við vorum að bíða gerðum við þrekæfingar. Maður tekur eftir því hva maður er ryðgaður þegar maður er að spila inni. Það er svo pirrandi því tókum eins mánaðar hlé og þá var ég ekki mikið í fótbolta og eins og ég sagði er ég líka frekar ryðgaður eftir það. Svo er það líka eitt sem er frekar pirrandi og það er það að andrúmsloftið er ekki jafn gott inni og það er úti og ég er með smá öndunarerfiðleika og ég verð ekkert smá móður en ég hugsa að það eigi eftir að lagast eftir svona viku eða kannski aðeins meira.

Éf ætla að verða mjög duglegur að æfa í vetur því að framundan eru mót eins og Faxaflóamótið og Íslandsmótið og mér langar að ganga vel í þeim. Í fyrra þá gekk mér og mínu liði ógeðslega vel á Faxaflóamótinu og við lenntum í öðru sæti en mér minnir að Selfoss hafi verið í fyrsta. Svo var það Íslandsmótið sem okkur gekk ekki nógu vel en við vorum í bullandi fallbaráttu nánast allt mótið og ég vill ekki að það gerist aftur. Svo ég og vinir mínir verða bara að vera duglegir og bæta sig og spila betri fótbolta.

Kveðja Birki