Badminton er mjög skemmtileg íþrótt.
Ég er að æfa í TBR og það er mjög gaman. Það er fyrir alla aldurshópa.

Reglur: (það er mjög erfitt að útskýra þetta, en ég reyni)

Í badmintoni er til einliðaleikur. Þá spilar einn á móti einum. Ef kúlan fer út fyrir hvítu hliðarlínurnar er hún útaf.
Í fyrstu uppgjöfinni á maður að standa hægramegin og miða á hægri völlin hjá hinum, ef þú hittir ekki á hann þá er það útaf og mótspilarinn á uppgjöf.
Ef þú átt uppgjöf og hinn spilarinn hittir ekki kúluna, þá færð þú stig. En ef þú hittir ekki kúluna í leiknum, þá á hinn uppgjöf, en enginn fær stig. Sem sagt: Ef þú ert með uppgjöf færð þú stig ef að hinn gerir mistök, annars ekki.
Ef þú ert til dæmis komin með 3 stig og þá átt að gefa upp vinstra megin. Allar oddatölur eru vinstra megin við völlinn þinn.
Sá sem er kominn fyrst með 11 stig vinnur og það er önnur lota (þá skifta liðin um reit). En þegar staðan er 10:10 þá má ráða hvort þið viljið hækka, en það þýðir að spila upp í 13 stig. Þá vinnur sá sem fyrst fær 13 stig.

Tvíliðaleikur:
Þá spila tveir á móti tveimur. Þá er einn fyrir framan hjá netinu og hinn fyrir aftan (sumir hafa það líka bara hlið við hlið). Sá sem er fyrir framan tekur stuttu kúlurnar og sá sem er fyrir aftan tekur þá löngu. Í þessum leik gildir allur völlurinn nema í uppgjöfum, þá er völlurinn styttri og innri hvíta línin gildir. Fari kúlan út fyrir hana er hún útaf.
Í tvíliðaleik er alltaf einn (sem byrjar hægra meginn) “fyrri” og hinn “seinni”. Ef þið gerið mistök þá má sá seinni gefa aftur upp. Þegar þig gerið mistök fær hitt liðið uppgjafarétt. Þessi regla gildir samt ekki í byrjunaruppgjöfinni. þá er ekkert “seinni”.
Alltaf þegar þið fáið stig, skiptið þið við hinn leikmanninn ykkar (í ykkar liði) um pláss (sem sagt sá sem var hægra meginn í uppgjöf fer vinstra meginn og öfugt).
Liðið sem er fyrst komið með 11 stig vinnur. Það má líka hækka hér ef að bæði liðin séu með 10 stig.

Oddaleikur:
Oddaleikur er þegar bæði liðin hafa unnið eina lotu hvort og skera þarf úr hvort liðið vinnur endanlega. Þá gilda sömu reglur og um einliða- og tvíliðaleik nema þegar annað liðið er komið með sex stig skipta liðinum reit, en halda stigunum sem þau voru búin að ávinna sér.

Ég vona að þið vitið núna aðeins meira um badminton en áður.
Ich fuhl mich tod tief in mir drin,