Ég er ennþá með blautt hárið eftir að hafa synt alveg ótrúlega skemmtilega en samt erfiða æfingu. Besta sundæfing allra tíma - ég er ekki að ljúga, ég gat ekki hætt að brosa þegar ég var búin….Ég veit ekki hvort að ég var bara í svona góðu skapi, með svona góð sundgleraugu(var að fá ný) eða að ástæðan hafi einfaldlega verið að æfingin hafi verið svona góð!

Ég held að það hafi verið blanda af öllu þessu. En hér kemur æfingin. Svona fyrir þá hugara sem hafa áhuga á sundi(hmmm…. hversu margir ætli það séu).

-

150 inn…

3x
100 drill
2 x 75 moderat sund
2 x 50 fætur

(1. skriðsund, 2. baksund, 3. bringusund/flugsund)

-

8 x 25

1. = kafsund
2. = build(alltaf hraðar með hverju taki - endar í max)
3. = kafsund
4. = HRATT

Fyrstu fjórir eru skriðsund, seinni fjórir í annari sundtegund.

-

800 skrið moderat p. 60 sek
8 x 25 flug tempo st. 35 sek
600 besta sund moderat p. 45 sek
8 x 25 flug tempo st. 35 sek
400 fjór moderat p. 30 sek
8 x 25 flug tempo st. 35 sek

3 mín hvíld

200 skriðsund á tíma! MAX MAX MAX þótt að maður sé dauður eftir settið…

-

8 x 50 fætur (alltaf hraðar eftir hvern 50, endar í 90% af max)
st. 1.10 - 1.20

-

3 x 200 með froskalöppum moderat p. 20

200 út

-

Til samans: 5000 m

Já þetta var æfingin. Þótt að þetta virðist vera frekar mikið svona þegar maður les þetta þá er þetta eins og að synda frekar stutta æfingu og tíminn flýgur áfram(þetta tekur aðeins yfir tvo tíma)! Ég væri til í að synda þessa æfingu aftur því að þetta er frábærlega skemmtilegt!

En eins og ég segi…þá veit ég náttúrulega ekki hvort að ég hafi bara verið í svoa óeðlilega góðu skapi eða hvort að þetta hafi veirð æfingin sjálf ;)

Kv. Tobba3