Krulla/ Curling Uppruni curling eða krullu eins og það er kallað á íslensku er ekki alveg vitaður. Það er haldið að hann er hefur skoppað upp í Skotlandi og það á seinni hlutar 15. aldar. Í leiknum er tvö lið sem hafa bæði 4 leikmenn. Liðin skiptast á að kasta stein. Hvert lið fær að kasta 4 sinnum í hverjum leikhluta. Það lið vinnur sem nær að kasta steini næst miðhringinu sem er staðsettur hinum megin á svellinu. Já, nú hugsið þið, en hvað með kústana? Af hverju skauta þeir þá eftir steininum með einhvern kúst og eru að sópa e-ð eins og einhverjir vitleysingar. Svarið er að núningurinn skapar hita og fer steinninn þess vegna lengra.

Á Vetrarolímpíuleikunum 1961 var fyrsta alþjóðlega krullukeppnin haldin. Nú er krulla alltaf hluti af vetrarolimpíuleika. Einnig hefur verið haldinn heimsmeistarakepnni í krullu fimm sinnum. 1984, 1988, 1992, 1996 og árið 2000. Þ.e.a.s. á næsta ári verður næsta heimsmeistaramót haldið. Heimsveldið í krullu er án efa Kanada. Þeir unnu árið 1988, 92 og 96. Þeir áttu fremsta krulluleikara allra tíma. John “Bobo” Johnston. 1988 var óvænt valinn í landsliðið og bjóst þá enginn við að Kanada myndi vinna. Bandaríkin þóttu þá sigurstranglegust út af því að þeir höfðu unnið 84 og að þeir voru með besta mannskapinn.

Að öllum að óvörum unnu Kanada og var það aðallega “Bobo” að þakka. 92 sýndi hann snilldartilþrif og sást þar í raun hve ótrúlega mikil geta hans var. Land hans Kanada rústaði keppninni og var það í raun bara honum að þakka. 96 leit það þannig út að Kanada þyrfti að sleppa titlinum til Svíþjóðar. En þegar það kom að lokakasti Kanada manna sem átti ekki að geta skilað þeim neitt, tók Bobo ótrúlegt snúningsskot. Steininn snéri sér í óteljandi hringi. “Bobo” hafði kastað honum ótrúlega fast og það þurfti ekki einu sinni að skrúbba gólfið. Reyndar fór steinninn það hratt að enginn lifandi lífvera hefði getað elt hann (kannski svoldið ýkt hjá mér).

Steinninn steypti öllum hinum steininum út af og lenti akkurát í miðjunni á miðhringnum. Þetta augnablik hefur verið lýst sem hátindur í sögu krullu og eitt af fallegustu og snilldarmestu augnablikum íþrótta. “Bobo” setti skóna á hilluna eftir þetta og spilaði ekki á næsta heimsmeistaramóti. Svíþjóð vann það heimsmeistaramót með því að knýja fram sigur á lokasekúndunum í úrslitaleiknum gegn Kanadamönnum.

Eftir þetta tók “Bobo” aftur skóna fram og fór aftur að spila með félagsliði sínu “Toronto Curling Berries”. Á næsta ári mun hann keppa fyrir Kanada hönd á heimeistaramóti og er þeim spáð sigri einugis út af honum. Þegar ég kynnti mér þessa íþrótt og sá myndbönd af henni og sá meðal annars “Bobo” spila. Sá ég hvað þetta var kúl og skemmtileg íþrótt og sérstaklega þegar ég byrjaði að æfa krullu fattaði ég að þetta væri mesta snilldar íþrótt allra tíma! Ekki hafa fordóma, prófiði krullu!