Tveir leikir voru í spænska boltanum í dag.

Real Madrid-Real Mallorca 1-5
Forskot Real Madrid á toppnum minnkaði í kvöld niður í 1 stig þegar þeir tapaði Mallorca 1-5.
Ronaldo kom Real Madrid yfir á 10. mínútu eftir sendingu frá Steve McManaman og þannig var staðan í hálfleik en í seinni hálfleik voru Real Mallorca miklu betri og Walter Pandiani og Alberto Riera skoruðu á 48 og 52. mínútu og Mallorcamenn komnir yfir. Samuel Eto'o skoraði þriðja mark Mallorca á 62. mínútu og 6. mínútum síðar skoraði Roberto Carlos sjálfsmark. Í uppbótartíma skoraði Carlos fyrir Mallorca en þá voru margir áhorfendur farnir til að lýsa óánægju sinni yfir leik sinna manna en ljóst þykir að menn eru allt annað en ánægðir með þennan leik en þetta var fyrsta tap Real Madrid á heimavelli í deildarkeppninni síðan 1.nóvember 2000. Ég er dáldið sár út í þennan leik því Real Madrid er uppáhaldsliðið mitt!

Real Sociedad-Sevilla 1-0
Miðjumaðurinn Xabi Alonso skoraði eina mark leiksins á 30. mínútu og Real Sociedad minnkuðu muninn milli þeirra og Real Madrid í eitt stig.

Á morgun eru svo eftirtaldir leikir:
Alaves-Celta Vigo 15:30
Villareal-Malaga 15:30
Real Betis-Espanyol 16:00
Real Valladolid-Atletico Madrid 16:00
Racing Santander-Valencia 16:00
Osasuna-Athletic Bilbao 17:00
Barcelona-Rayo Vallecano 17:30
Deportivo La Coruna-Recreativo Huelva 19:00

Kveðja kristinn18