Ég fann þessar upplýsingar um Ronaldo á sportid.is.

1976 – Fæddist 22. september í úthverfi Rio de Janeiro.

1988 – Skrifaði 12 ára gamall undir unglingasamning hjá Social Ramos.

1990 – Skrifaði undir atvinnumannasamning við Ramos eftir að hafa verið hafnað af Flamengo.

1991 – Færir sig til Sao Cristovao í 2. deildinni í Brasilíu, skoraði 36 mörk í 54 leikjum hjá Sao Cristovao.

1993 – Gengur til liðs við Cruzeiro sem spilar í 1. deildinni og gerði stormandi lukku. Skoraði 58 mörk í 60 leikjum.

1994 – Spilaði 17 ára sinn fyrsta landsleik fyrir Brasilíu gegn Argentínu í mars. Var í landsliðshóp sigurliðs Brasilíumanna 1994 á HM í Bandaríkjunum en lék ekkert þeim í þeirri keppni. Í ágúst var hann seldur frá Cruzeiro til PSV Eindhoven fyrir metfé (4,7 miljónir dollara)

1994-95 – Varð markahæstur í hollensku deildinni með 30 mörk og hjálpaði Brasilíumönnum í það að komast í úrslitaleikinn í Copa America.

1995-96 – Skoraði 12 mörk í 13 leikjum en lendir svo í sínum fyrstu hnémeiðslum. Fór í aðgerð í febrúar 1996 og var mættur aftur til leiks í lok leiktíðarinnar. Ronaldo skoraði 55 mörk í 56 leikjum fyrir PSV.

1996 – Var seldur til Barcelona í júlí fyrir 19,5 miljónir dollara.

1996-97 – Slær í gegn á Nou Camp. Skoraði 33 mörk í 38 leikjum fyrir Barcelona, meðal annars sigurmarkið í 1-0 sigri liðsins á PSG í Evrópukeppni félagsliða. Er valinn knattspyrnumaður FIFA í fyrsta sinn.

1997 – Seldur til Inter Milan í júlí eftir miklar deilur við Barcelona um verð á honum. Ronaldo skrifaði undir samning við Inter 20. júní en félagsskiptin voru ekki samþykkt fyrr en 8. september. Upphæðin sem Inter endaði á því að borga var 27,9 miljónir dollara.

1997 – Var valinn knattspyrnumaður Evrópu 1997 af France Football.

1998 – Valinn knattspyrnumaður ársins 1997 af FIFA annað árið í röð.

1998 – Skoraði eitt mark í 3-0 sigri Inter á Lazio í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða en hann skoraði 34 mörk í 47 leikjum á sínu fyrsta tímabili með Inter.

1998 – Veiktist á dularfullan hátt nokkrum klukkustundum fyrir úrslitaleik HM 12. júlí. Átti fyrst að vera varamaður í leiknum en var svo í byrjunarliðinu öllum að óvöru. Ronaldo lék illa og Brasilía tapaði fyrir Frökkum 0-3.

1998 – Meiddist í október og lék ekkert með Inter fyrr en í lok tímabilsins aftur.

1999 – Skoraði 6 mörk í 6 síðustu leikjum Inter og endaði tímabilið með 15 skoruð mörk í 26 leikjum.

1999 – Skoraði í leik gegn AC Milan og er svo rekinn útaf í fyrsta sinn á Ítalíu.

1999 – Skoraði eitt mark í 6-0 sigri Inter á Lecce í ítölsku deildinni 21. nóvember en verður að fara meiddur að velli í lok leiksins. Inter neitaði í fyrstu að hann þyrfti að fara í aðgerð.

1999 – Fer í aðgerð á hné 30. nóvember í París.

1999 – Giftist fyrirsætunni Milene Domingues 24. desember í Rio.

2000 – Verður faðir í fyrsta sinn en 6. apríl fæðir Milene strák sem er skírður Ronald.

2000 – Spilar sinn fyrsta leik í langan tíma 12. apríl þegar hann kemur inná sem varamaður í leik í ítalska bikarnum en dvöl hans á vellinum var aðeins 6 mínútur. Meiddist aftur á hné og þarf að fara af velli, greinilega sárþjáður.

2000 – Fer til Parísar 13. apríl og er skoðaður af sérfræðingum. Bati hans tók tæplega tvö ár.

2002 – Í byrjun ársins fór hann til Brasilíu og þar fer hann í strangt prógramm til að reyna að verða leikfær á HM í Asíu. Þetta tekst hjá Brasilíumönnum.

2002 – Markahæsti leikmaður HM 2002 en hann skoraði 8 mörk í keppninni og þar á meðal tvö stykki í úrslitaleiknum gegn Þjóðverjum sem Brasilíumenn sigruðu 2-1. Alls hefur Ronaldo skoraði 12 mörk á HM en hann er þriðji markahæsti leikmaðurinn í lokakeppni HM frá upphafi ásamt Pele.

2002 – Í ágúst fara að heyrast sögur að hann sé á leiðinni til Real Madrid.

2002 – 20. ágúst tilkynnti Ronaldo að hann vildi fara frá Inter og til Spánar. Forseti Inter Massimo Moratti segir Ronaldo ekki vera á leiðinni frá félaginu, segir að Ronaldo muni spila eitt tímabil til viðbótar með Inter.

2002 – Forseti Real Madrid, Florentino Perez og forseti Inter, Moratti, hittust á leynilegum fundi og ræddu um Ronaldo.

2002 – 23. ágúst fara viðræðurnar út um þúfur eftir að forsetar Inter og Real Madrid geta ekki komist að samkomulagi um kaupverð.

2002 – Það var loksins 30. ágúst að liðin komust loksins að samkomulagi um verð á Ronaldo en talið er að Real Madrid verði að borga 45 miljónir evra fyrir hann. Er meiddur þegar hann kemur til Real Madrid.

2002 – Spilaði sinn fyrsta leik með Real Madrid6. október, kemur inná sem varamaður gegn Alaves og skorar eftir aðeins 60 sekúndur í leiknum. Bætti öðru marki við stuttu síðar og Real Madrid vinnur leikinn 5-2.

2002 – Skoraði fyrra mark Real Madrid 3. desember í 2-0 sigri liðsins gegn Olimpia í leiknum Heimsmeistarara félagsliða.

2002 – Er valinn knattspyrnumaður ársins hjá World Soccer 12. desember.

2002 – Er valinn knattspyrnumaður Evrópu hjá France Football 16. desember.

2002 – Er valinn knattspyrnumaður ársins hjá FIFA í þriðja sinn 17. desember.

Að mínu mati er hann besti fótboltamaður í heimi!