Knattspyrnusamband Íslands leitar logandi ljósi að verkefni fyrir íslenska A-landsliðið í knappspyrnu áður en það mætir Skotum í undankeppni EM í Glasgow þann 29.mars.Að sögn Geirs Þorsteinssonar,framkvæmdastjóra KSÍ,er alþjóðlegur leikdagur 12.Fébrúar og hefur KSÍ reynt að fá landsleik á þeim degi án árángus.Þessi leikdagur er mjög erfiður fyrir þjóðir í Mið-og Norður-Evrópu enda aðstæður ekki upp á það besta á þessum árstíma.Okkur hafa borist óskir um að spila á fjarðlægum slóðum og á dögunum barst fyrirspurn frá Íran.Við gáfum það frá okkur strax enda viljum við spila einhvers staðar nálægt okkur.Það er ákveðið vandamál þegar vináttuleikir eru annars vegar.Þá er ekki leyfilegt að hafa leikmennina nema í skamman tíma og það gerir þetta erfiðara sagði Geir.Geir segir að KSÍ sé með öll spjót úti enda telur hann mjög æskilegt að landsliðið fái einn leik fyrir átökin við Skota.Búið er að festa einn vináttuleik á árinu,gegn Finnum ytra 29.apríl en lokaleikirnir í riðlakeppni EM verða á móti Færeyjum á Laugardalsvelli 7.Júni,gegn Litháum úti 11.júni,20.ágúst verður spilað við Færeyinga í Þórshöfn,6.september við Þjóðverja á Laugardalsvelli og við Þjóðverja í Hamborg 11.október.
Kveðja kristinn18