Ég var á netinu um daginn og fór á gras.is og þar sá ég grein um brsilíska landsliðið og sá að Rivaldo er búinn að draga sig úr landsliðinu og eins og flestir vita er hann Mario Zagallo búinn að taka við landsliðinu og er hann búinn að ákveða að nota leikkerfið 4-4-2 sem ég held að henti brasilíska landsliðinu alls ekki og í öðru lagi er hann ekki með Marcos í markinu heldur hann Dida hjá Milan sem mér finnst vera algjört rugl því að allir sem fylgdust með HM vita að Marcos var algjörlega að brillera og það var að parti honum að þakka að þeir urðu heimsmeistarar.

Mér finnst líka að þetta leikkerfi sem hann Zagallo hefur ákveðið að nota passar alls ekki við leikstíl Brasilíumanna og eru þeir þekktir fyrir sinn Samba bolta og held ég að þeir eiga ekki eins auðvelt með að spila hann með þessu leikkerfi.

Að lokum vil ég bara segja að ég er mikill aðdáandi að brasilískri knattspyrnu og vona ég að þessi nýji þjálfari eyðileggji ekki liðið.

Kv.Thorskur.
ViktorXZ