Tölurnar fyrir janúar eru komnar í hús.


Staðan er alls ekki góð 73. sæti með aðeins 17.400 flettingar (sem er þó reyndar bæting frá því í seinasta mánuði, þó að áhugamálið hafi fallið um fjögur sæti.)


Þetta finnst mér vera alltof lélegt miðað við áhugamál sem ætti í rauninni að vera mikið vinsællra.


Þannig að ég fór að spá í hvað hægt væri að gera til að auka aðsókn í áhugamálið. Fólk þarf auðvitað að vera duglegt við að senda inn efni, myndir, kannanir, korka og fleira og svo auðvitað greinar.


Ég var að spá í einhverskonar greinasamkeppni. Einhverjar hugmyndir hvað væri hægt að hafa sem þema í svoleiðis samkeppni?


-Tilhvers