Dikta - Hunting For Happiness Dikta - Hunting For Happiness
Þvílíkt stökk framávið… þessi plata hefur allt að bera til að gera það gott úti.
4,5

Hljómsveitin Dikta er skipuð eftirfarandi mönnum:
Haukur Heiðar Haukson – Söngur, Gítar og Píanó
Jón Bjarni Pétursson – Gítar
Jón Þór Sigurðsson – Trommur
Skúli Z Gestsson – Bassi

Dikta voru stofnaðir árið 1999 og tóku þátt í músíktilraunum 2000 þar sem þeir komust alla leið í úrslitinn. 2002 kom svo fyrsta platan þeirra út Andartak. Hún var tekinn upp af Jonna og Hrafni úr hljómsveitinni Ensími og Hallur “Thirteen” Ingólfssonur sá um hljóðblöndu á henni.
Annars gáfu Drengirnir í dikta gáfu út sína aðra plötu í fyrra(2005) og fékk hún frábæra dóma hvarvetna. Hún inniheldur hún 12 frábær lög og um upptökur stjórnaði fyrrum meðlimur Skunk Anansie, Ace.

Platan byrjar á laginu Losing Every Day sem byrjar á fallegum píanóleik eins og í laginu this song will save the world samt sem áður frábær lög. Annað lag plötunnar Breaking The Waves og jafnframt þekktasta held ég er alveg mangað enn Haukur Heiðar tók þetta lag í þættinum hans Jóns Ólafsonar með Jóni Sjálfum og má sjá video af því hérna
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=onUnKrelDag


Mitt uppáhalds lag á plötunni er þriðja lagið plötunnar Chloë.
Kraftmikið lag með skemmtilegu gítarsólói og söngurinn hjá Hauki er frábær.
Someone, Somewhere er svo 6. lag plötunnar og þess má geta fyrsta singúl lagið af plötunni og um fram allt rólegasta lag plötunnar. Svona lög hefur mér lengi fundist passa vel sem singúl lög.
Wm3 er 7. lag plötunnar og finnst mér áberandi góður gítarleikur og sólóið mangað enn ég get ekki sagt sama um sólóið í laginu Greater Good það er bara eitthvað við það. Kannski af því dikta menn spila það ekki heldur Ace (gaukurinn sem sá um upptökurnar á plötunni) eða að hin sólóin á plötunni hafi hrifið mig meira eins í opnurnar laginu Losing Every Day eða Chloë.

Að lokum: ef í heildina er litið þá er þetta mun betri plata enn Andartak sem var einhverskonar uppkast. Enn þetta er eitthvað sem þeir höfðu unnið úr eins og má heyra á þessar plötu sem mér standast samanburð þess allrabesta sem er að gerast út í þessum stóra heimi. Kraftmikill gítarleikur, frábær trommuleikur… skemmtilegur söngur sem maður tók eftir sem var var ekki staðar á fyrri plötu þeirra andartak
Það er bara allt við þessa plötu sem er svo unaðslegt.


Lagalistinn á plötunni fyrir þá sem vilja vita er svo hljóðnandi:
01 Losing Every Day
02 Breaking the Waves
03 Chloë
04 This Song Will Save the World
05 Remember me
06 Someone, Somewhere
07 WM3
08 My Other Big Brother
09 Greater Good
10 Flies Won't Tell
11 My Favourite Friend
12 A Way Out

AmmmaRolli þekkar fyrir sig og ég vona að þið hafið notið þessarar lestinga
www.bit.ly/1ehIm17