Benni Hemm Hemm – Benni Hemm Hemm Benni Hemm Hemm – Benni Hemm Hemm

samkvænt Íslensku tónlistarverðlaununum eru þeir svakalega efnilegir
3,5


“Benni Hemm Hemm voru stofnaðir árið 2003. Þá kom út smáskífan SummerPlate, en Benedikt H. Hermannsson sá um allt við gerð þeirrar plötu. Eftir einu tónleikana sem haldnir voru til kynningar á SummerPlate, sem voru í Gallerí Nema Hvað, flutti Benni til Ítalíu í nokkra mánuði. Þar samdi hann mest allt af fyrstu stóru plötu sveitarinnar. Fyrstu tónleikar Benna Hemm Hemm eftir að stóra hljómsveitin varð til voru í Klink og Bank gallerínu, á 5 ára afmælistónleikum Tilraunaeldhússins0 1. maí 2004. Stuttu seinna eftir þá tónleika var ekki aftur snúið. Hljómsveitin byrjaði að taka upp í nóvember í Sundlauginni studói sigurrósar, sem er besta stúdíó á Íslandi. Þar voru sjö lög tekin upp á 24 rásir á mjög annasamri helgi.
Svo var afgangurinn tekinn upp í Klink og Bank, í maí 2005.
2. september 2005 kom platan út á Íslandi. Smákökurnar gáfu plötuna út.
20. janúar 2006 kom hún út í Japan. P-Vine Records gaf plötuna út þar í landi.”
Þetta er að sjálfsögðu fyrsta stóra plata benna hemm hemm sem heitir einfaldlega benni hemm hemm sem ég ætla að fjalla um. Hún inniheldur 12 lög á borðið við Beygja og beygja, til eru fræ, I Can Love You In A Wheelchair Baby, Elvis lagið Ku-Ui-Po og sumarnótt svo fátt eitt sé nefnt.


Platan byrjar á laginu Beginning End
Næst kemur hið hressa lag Beygja og beygja sem inniheldur samansafn af mörgum hljóðfærum eins og klukkuspilum.
Platan heldur áfram og næst er komið að laginu I Can Love You In A Wheelchair Baby sem er fimmta lag plötunnar. I Can Love You In A Wheelchair Baby. Þar sem Benni er að syngja um einhvern sem hann getur elskað í hjólastól. Trompetinn(heyrist mér) í laginu er rosalegur.
Ku-Ui-Po er svo lag sem er ekki eftir þá Benna Hemm Hemm heldur eitthvað gamalt elvis lag enn ég verð að viðurkenna að ég hef einu sinni heyrt Elvis útgáfuna enn mér finnst þessi útgáfa alveg svakalega góð enn hún er líka allt öðruvísi enn elvis útgáfan enda bættu þeir inn Blásturshljóðfærum í lagið.
Áttunda lag plötunnar sem er mitt uppáhalds á henni sem ber heiti Sumarnótt. Rosalega ferskt og flott lag. Ég elska sólóið í því og trommurnar.
Fast á eftir því fylgir útgáfa þeirra á laginu til eru fræ sem þeir gera meistaralega svo ekki meira sagt.


Í heildina litið er þetta mjög flott plata. Blásturhljóðfærin í stóru hlutverki eins og má segja að þetta sé ein af betri Íslensku plötunum sem komu út árið 2005.
www.bit.ly/1ehIm17