Hin raunverulega ágætis byrjun? Góðan dagin.

Ég hef hugsað um að vekja athygli ykkar á fyrstu plötu Sigur Rósar, Von. Margir halda að Ágætis Byrjun hafi verið þeirra fyrsta plata en ekki er það svo. Von hefur fallið bak við skugga af risunum tvemur sem Sigur Rós hefur gefið út, Ágætis Byrjun og ( ). Von er flott plata þó hún sé ekki það lík hinum plötunum. Hún er frekar dimmari heldur en hinar en engu að síður góð og hugmyndarík smíði. Von var gefin út 1997 eða þrem árum eftir að hljómsveitin var stofnuð. Þá skartaði hún þeim Jóni Þóri Birgirssyni (söngur), Georgi Hólm (bassi) og Ágústi Ævari Gunnarssyni (trommur).


Lagalistinn:
Fyrstu tvö lögin (Sigur Rós og Dögun) eru eiginlega bara löng samblanda af alskyns hljóðum og óhljóðum. Kanski rétt í byrjun á Dögun sem maður heyrir til skýrra nótna. Engu að síður eru þessi tvö lög nauðsynleg í uppbyggingu plötunnar, þó að það mundi ekkert skaða ef þau væru styttri.

Í þriðja lagi (Hún Jörð) fer maður loksins að heyra snilldina sem þeir strákar eru svo góðir í. Mikið rokk hér á ferð. Eitt af betri lögum plötunnar. Maður heyrir svona smá My Bloody Valentine áhrif í þessu lagi, sem er ekki slæmt. Indisleg rödd Jónsa kórónar síðan stemmninguna.

Leit að lífi, lag fjögur, er síðan í sama takti og fyrstu tvö lögin, hrúga af hljóðum hent saman, myndar sammt þetta líka fína lag.

Fimmta lag plötunnar (Myrkur) kom mér þvílíkt á óvart þegar ég heyrði plötunna fyrst. Flott popp lag í anda fyrrnefni MBV og Slowdive. Mikil snilld sem svífur í gegn um mann ljúft og örugglega.

18 sekúndur fyrir sólarupprás er uppáhalds lagið mitt á plötunni, minnir óneitanlega á verk John Cage, 4’33. Enda er þetta verk 18 sekúndur af þögn. :)

Hafsól er rosalega flott lag, sérstaklega live. Eitt af fáu lögum sem Sigur-Rós eiga til að taka enþá á tónleikum af Von. Held sammt að mér finnist það flottara “læf” heldur en á disknum. En hvernig sem því gengur þá er þetta frekar flott lag.

Veröldn Ný og Óð er síðan bara eitt af mörgum “interlude” milli laga. Bara eins og áður segir bunki af hljóðum og óhljóðum.

Níunda lag plötunnar og jafn framt titil-lag plötunnar er ef til vill það besta. Bergmálaður söngur Jónsa og þrumu kenndar trommur Ágústs eru hreint og beint til fyrirmyndar. Ljúfur kassagítar Jónsa leikur áreynslulaust í gegn um allt lagið og gefur því þennan draumkennda blæ. Indislegt lag, enda varðveita SigurRós menn það enþá með því að spila þá stöku sinnim á tónleikum.

Enn og aftur kemur hljóð-brengla milli laga, þessu sinni undir nafninu Mistur.

Fast á eftir því fylgir lagið “Syndir Guðs (Opinberun frelsarans)”. Þess má geta að trommutakturinn í laginu er sá sami og í “Olsen Olsen” af Ágætis Byrjun. Bassin kemur líka svipað inn og í því lagi. Frekar lík lög. En það breytir því ekki að þetta lag er einnig mjög flott. Undir lokin má heyra synth-a sem minna á máva. Maður skilur kanski núna afhverju fólk segir að Sigur-Rós endurspegli íslenska náttúru.

Eftir nokkrar mínútur á eftir seinasta lagi þá kemur aukalag í ljós. Lagið heitir Rukrym og er allt spilað aftur á bak.



Von er í heildina ágætis byrjun fyrir Sigur Rós. Eini mínusinn er kanski að hún getur verið dálítið langdregin því mörg af þessum milli-lögum eru í lengri kantinum. Þeir hefðu nú getað stytt þetta aðeins og komið þessu á EP plötu í stað plötu í fullri lengd. En þá hefði sammt sennilegast verið miklu erfiðara að nálgast þessa plötu heldur en er í dag. Hún hefur ekki verið gefin út í útlöndum og mun sennilegast ekki verða það. Eini séns fyrir blóðþyrsta erlendinga er að panta hana í gegn um Smekkleysu vefininn.



takk fyrir mig
- Garsil
- garsil