Bubbi Morthens - 1000 kossa nótt Bubbi Morthens sem hvert mannsbarn hér á landi á að kannast við, annað hvort fyrir tónlist sína eða fyrir það að vera dómari í Idol - Stjörnuleit sem sýnd er á Stöð 2 var nú fyrir stuttu að gefa út enn eina plötuna. Hann hefur hingað til verið frumlegur með nöfn, þar má nefna 3 Heimar og Ísbjarnablús. Þetta er með slakari plötum þessarar sköllóta trúbadors. Titillag plötunnar fékk hið frumlega nafn 1000 kossa nótt, þetta lag hefur mjög mikið verið í spilun á Bylgjunni og Rás 2. Þetta lag er alveg stórskemmtilegt og er meiri rokkfílingur í því heldur en í öðrum lögum á plötunni.

Næsta lag plötunnar heitir Mamma vinnur og vinnur. Þetta fjallar um stúlku sem var yfirgefin af föður sínum og móðir hennar er aldrei heima að sinna henni. Næsta lagið á plötunni fékk á sig nafnið Öruggt Skjól. Það er ágætis texti við þetta lag og söngurinn passar við þetta en hljóðfæraleikurinn er bara ekki að passa inn í þetta. Helreiðin er næsta lag plötunnar, það er eitt af mínum uppáhaldslögum á plötunni. Hljóðfæraleikurinn er alveg að passa þarna inní. Lagið fjallar um dreng sem missir móður sína á unga aldri og þarf því að lifa á götunni við hræðilegar aðstæður þar til að lífi hans lýkur, 17 ára að aldri.

Hans stutta líf var víst ein helreið. Fimmta lag plötunnar heitir Fastur Liður. Þetta lag er lengsta lag plötunnar og langbesta að mínu mati. Lagið fjallar um stríð og hvað fjölmiðlar ýkja sannleikann. Þetta fjallar lauslega litið yfir textann, um allt sem tengist stríði, barnsföllum og stjórnmálaerjunum. Sjötta lag plötunnar, Njóttu Þess, er næstuppáhalds lag mitt á plötunni. Lagið er með léttum blúsfíling og fjallar um hvað það er dásamlegt að eiga börn. Næsta lag plötunnar, minning, er hins vegar öðruvísi. Lagið fjallar um slæmar minningar, það sem gerir það sérstakt er þetta sniðuga bergmál. Þetta lag er frábærlega útsett og fær þrjár stjörnur af fimm.

Næsta lagið á plötunni heitir Fyrirgefðu mér. Þetta lag er að mínu mati með slappari lögum plötunnar, en það gerir það alls ekki slæmt. Þetta lag er bara alltof langdregið, endalaust “Fyrirgefðu mér, ég elska þig meira en lífið sjálft. Hummhummhummhumm.” Næsta lag er Fagur Fiskur í Sjó, sem er víst vögguvísa. Mér finnst lagið í sjálfu sér ekki neitt rosalega vögguvísulegt, en þrátt fyrir það er nokkuð gaman að því. Mamma að syngja fyrir barnið sitt, ef að það væru ekki þessar djúpu karlmannsraddir gæti þetta passað vel við ónefnda frænku mína.

Jóhannes 8 fjallar um mann (sem heitir Jóhannes) sem situr fyrir rétti. Mjög merkilegur texti, held ég fari með rétt mál þegar ég segi að viðlaginu sé stolið úr Biblíunni. Lokalag plötunnar er svo Lífið er dásamlegt. Þarna er Ásbjörn að tjá sig um hvað hann elski gamalt fólk, börnin sín, jólin og hvað það sé gaman að trúa á jólasveininn. Þetta er frábært lag og passar mjög sem lokalag. Líkt og með lagið Njóttu þess, þá er svona léttur blúsfílingur í þessu lagi og er það mjög hressandi.

Heildareinkunn: Nokkuð útbrunninn en stendur samt fyrir sínu 7,5

AlmarD