Það er ekkert skemmtilegra en að setjast niður með heitt kakó, setja Kisubörnin kátu á fóninn og kúra sér síðan undir teppi. Jú, reyndar er ennþá betra að dansa eins og einhver mongólíti við plötuna “Allt í lagi með það” með Ladda kallinum.
Hér er lagauppsettningin:
A-hlið:
1. Í vesturbænum
2. Súperman
3. Andrés Önd
4. Dallas
5. Draumur leikarans
6. Húsið á sléttunni
B-hlið:
1. Björgólfur bréfberi
2. Aldrei má maður neitt
3. Þú mátt
4. Chevy ‘68
5. Nótt í bænum
6. Nútímastúlkan hún Nanna

“Allt í lagi með það” kom út árið 1983 (myndi ég ætla) og hún er hljóðrituð í Hljóðrita. Laddi samdi flest alla textana nema á “Chevy ’68” hjálpaði Örn Árnason honum, “Nótt í bænum” er samið af Jóhanni Helgasyni og “Nútímastúlkan hún Nanna” er samið af Gísla Rúnari Jónssyni.