Einmanna Íslendingur? Mig langar að skirfa um næstu stórstjörnu okkar Íslendinga, sem er reyndar byrjaður að gera það gott í Japan og einhverjum austurlöndum. Allavega, þessi maður heitir Örnr Elías Guðmundsson en kemur fram undir nafninu Mugison. Hann átti heima í Bandaríkjunum og pabbi hans var alltaf kallaður Muggi (Guðmundur) og fannst honum allveg kjörið að kalla sig Mugison.
Frumburður hans “Lonely Mountain” er í raun og veru ekki frumburður því áður hafði hann gefið út tvær þröngskífur, Blues of Truth og Útbrot sem voru gefin út í minna en 100 eintökum og seld til vina og vandamann. (Hægt er að hlusta á þær á heimasíðu hans, www.mugison.com). En Lonley Mountain mætti segja að sé fyrst platana hans sem fær almenna dreifingu.

Lögin:
Sea Y – Frábært lag í alla staði. Þvílíkt töff hvernig tölvutöktum og gíturum er blandað saman og hvernig það er mixað saman. Hljóð komandi út öllum áttum. Flottur söngur og bara ekkert til að setja út á.

Ear - Einhvernvegin næ ég ekki allveg að fíla þetta lag, nema kanski rétt undir lokinn, hef ekkert meira að segja um það.

One Day She’ll Park The Car – Spúkí lag þó ekki sé meira sagt. Þetta lag er hins vegar algjör snilld, þvílík rafhljóð sem minna mig dálítið á múm opna lagið. Síðan öllum að óvörum kemur svona hryllings-mynda sánd. Maður fær gæsahúð á þessu lagi.

I’m On Fire – Óje, heaví lag. Þvílíkt drungaleg rödd. En og aftur þetta drungalega hryllingsmynda sánd sem er alltstaðar á plötunni, maður fær gæsahúð af þessu lagi.

Pet – Textalaust lag, hugljúft og fallegt.

Probably – Veit ekki hvað ég á að segja, bara fallegt lag. Lagið er örugglega meira djók en alvara. Söngurinn minnir mig stundum á kind. Ekki sammt á slæman veg.

The Night Is Limping – Frábært lag, mjög heilsteypt. Söngurinn tilfiningaríkur og fallegur. Flott uppbygging. “Falin” gítar og röddunnar óhljóð gefa þessu lagi skemmtilegan draumkendann blæ.

Poke A Pal – Ahh, uppáhaldslagið mitt. Þetta er lag sem maður getur hlustað á hvenær sem er. Þvílíkt djúpt lag, sennilegast samið um vini sína. Fæ ekki nóg af þessu.


Platan var tekinn upp í Álfoss-stúdíó Sigur-Rós.Örn semur allt, útsetur allt og spilar á allt á plötunni (nema í “The Night Is Limping” þar sem Luis Véles spilar á bassa og Javier Wayler spilar á trommurnar í Pet).

En hættið bara að lesa þessa asnalegu gagngrýni og kaupið diskinn.

-garsil
- garsil